Mál númer 201603068
- 30. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #668
Tekið fyrir að nýju erindi Orkuveita Reykjavíkur um stofnun 16 m2 lóðar fyrir spennistöð út úr landi/lóð nr. 125235. Lagðar fram upplýsar um vatnsverndarmörk á svæðinu og reglugerð um vatnsvernd.
Afgreiðsla 409. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 668. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. mars 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #409
Tekið fyrir að nýju erindi Orkuveita Reykjavíkur um stofnun 16 m2 lóðar fyrir spennistöð út úr landi/lóð nr. 125235. Lagðar fram upplýsar um vatnsverndarmörk á svæðinu og reglugerð um vatnsvernd.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við stofnun lóðar fyrir smáspennistöð, en bendir á að samkvæmt ákvæðum samþykktar nr. 555/2015 um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hafnarfjarðarkaupstaðar ber Orkuveitunni að sækja um starfsleyfi fyrir byggingu spennistöðvarinnar til Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
- 16. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #667
Orkuveita Reykjavíkur óskar í bréfi dags. 1. mars 2016 eftir stofnun 16 m2 lóðar fyrir spennistöð út úr landi/lóð nr. 125235 sem er á svæði fyrir frístundabyggð, sbr. meðfylgjandi gögn.
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. mars 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #408
Orkuveita Reykjavíkur óskar í bréfi dags. 1. mars 2016 eftir stofnun 16 m2 lóðar fyrir spennistöð út úr landi/lóð nr. 125235 sem er á svæði fyrir frístundabyggð, sbr. meðfylgjandi gögn.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari upplýsingum vegna vatnsverndarmála á svæðinu.