Mál númer 201602229
- 30. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #668
Bæjarráð vísaði málinu til menningarmálanefndar til kynningar.
Afgreiðsla 196. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 668. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #667
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar þróunar- og ferðamálanefndar.
Afgreiðsla 56. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #667
Umsögn þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram.
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. mars 2016
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #196
Bæjarráð vísaði málinu til menningarmálanefndar til kynningar.
Lagt fram.
- 3. mars 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1249
Umsögn þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram.
Bókun bæjarráðs
Mosfellsbær styður heilshugar við hugmyndir um uppbyggingu menningarhúss, Laxnessseturs að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ. Sveitarfélagið hefur frá upphafi tekið umleitunum og hugmyndum um uppbyggingu að Gljúfrasteini fagnandi og eru miklir möguleikar á að gera betur þar. Ævistarf Halldórs Laxness er dýrmætur þjóðararfur og ber að standa vörð um hann. Mosfellsbær tekur þátt í því með því að minnast Halldórs Laxness með margvíslegum hætti í menningarlífi bæjarins á ári hverju.Mosfellsdalurinn hefur vissulega sérstöðu í sögulegu og menningarlegu tilliti og hvetur Mosfellsbær til þess að þessi sérstaða verði gerð aðgengileg og sýnileg fyrir bæði heimamönnum og gestum. Alhliða menningarsetur þar sem verður lögð áhersla á bókmenntir og rannsóknir ásamt umgjörð um ævi og starf Nóbel skáldsins stuðlar að því og væri bæði jákvæð og æskileg nálgun.
- 2. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #666
Alþingi óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um Laxnesssetur að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1248. fundar bæjarráðs samþykkt á 666. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. mars 2016
Þróunar- og ferðamálanefnd #56
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar þróunar- og ferðamálanefndar.
Mosfellsbær styður heilshugar við hugmyndir um uppbyggingu menningarhúss, Laxnessseturs að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ. Sveitarfélagið hefur frá upphafi tekið umleitunum og hugmyndum um uppbyggingu að Gljúfrasteini fagnandi og eru miklir möguleikar á að gera betur þar. Ævistarf Halldórs Laxness er dýrmætur þjóðararfur og ber að standa vörð um hann. Mosfellsbær tekur þátt í því með því að minnast Halldórs Laxness með margvíslegum hætti í menningarlífi bæjarins á ári hverju.
Mosfellsdalurinn hefur vissulega sérstöðu í sögulegu og menningarlegu tilliti og hvetur Mosfellsbær til þess að þessi sérstaða verði gerð aðgengileg og sýnileg fyrir bæði heimamönnum og gestum. Alhliða menningarsetur þar sem verður lögð áhersla á bókmenntir og rannsóknir ásamt umgjörð um ævi og starf Nóbel skáldsins stuðlar að því og væri bæði jákvæð og æskileg nálgun.
- 25. febrúar 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1248
Alþingi óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um Laxnesssetur að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar þróunar- og ferðamálanefndar.