Mál númer 201601149
- 13. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #669
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 22. febrúar 2016 með athugasemdafresti til 4 apríl 2016. Jafnframt var athygli nágranna vakin á auglýsingunni með dreifibréfi. Ein athugasemd hefur borist, frá Fanneyju Skarphéðinsdóttur f.h. húsfélagsins Gerplustræti 25-27, dags. 1. apríl 2016.
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. apríl 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #410
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 22. febrúar 2016 með athugasemdafresti til 4 apríl 2016. Jafnframt var athygli nágranna vakin á auglýsingunni með dreifibréfi. Ein athugasemd hefur borist, frá Fanneyju Skarphéðinsdóttur f.h. húsfélagsins Gerplustræti 25-27, dags. 1. apríl 2016.
Nefndin samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.
- 16. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #667
Skipulagsnefnd vísaði á 406. fundi sínum til bæjarráðs ákvörðun um gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða um átta skv. tillögu að breytingum á deiliskipulagi.
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. mars 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1249
Skipulagsnefnd vísaði á 406. fundi sínum til bæjarráðs ákvörðun um gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða um átta skv. tillögu að breytingum á deiliskipulagi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna fjölgunar íbúða við Gerplustræti 31-37 með deiliskipulagsbreytingu skuli nema 1.250.000 krónum á hverja viðbótaríbúð. Jafnframt að lóðarhafi greiði allan kostnað sem til fellur vegna breytingarinnar.
- 17. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #665
Lögð fram endurskoðuð tillaga Gylfa Guðjónssonar arkitekts f.h. lóðarhafa Mannverks ehf að breytingum á deiliskipulagi, sbr. bókun á 403. fundi. Breytingar felast í fækkun stigahúsa úr fjórum í tvö, fjölgun íbúða um 8, fjölgun bílastæða ofanjarðar á lóð og að vestasti hluti hússins megi vera 4 íbúðarhæðir. Frestað á 404. fundi.
Bókun S-lista
Bæjarfulltrúar Samfylkingar taka undir bókun nefndarmanns Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd og gera hana að sinni.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonBókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar.Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum D- og V- lista gegn þremur atkvæðum S- og M-lista.
- 9. febrúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #405
Lögð fram endurskoðuð tillaga Gylfa Guðjónssonar arkitekts f.h. lóðarhafa Mannverks ehf að breytingum á deiliskipulagi, sbr. bókun á 403. fundi. Breytingar felast í fækkun stigahúsa úr fjórum í tvö, fjölgun íbúða um 8, fjölgun bílastæða ofanjarðar á lóð og að vestasti hluti hússins megi vera 4 íbúðarhæðir. Frestað á 404. fundi.
Nefndin samþykkir með fjórum atkvæðum gegn einu að auglýsa framlagða tillögu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og kynna hana nágrönnum. Jafnframt vísar hún ákvörðun um gjaldtöku vegna viðbótaríbúða til bæjarráðs.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir eftirfarandi athugasemdir við framlagða tillögu:
Tillagan, sýnd sem deiliskipulagsuppdráttur og skissur af fyrirhuguðum byggingum, er í hróplegu misræmi við samþykkt deiliskipulag. Í stað 4 samtengdra 3ja hæða húsa með stigagöngum er sýnt 2ja stigahúsa svalagangshús og er næði 36 íbúða raskað með umferð framhjá þeim í augnhæð eða með útsýni að ofan. Íbúðum fjölgar, bílastæðum ofanjarðar fjölgar og byggingin fer út fyrir byggingarreit. Bílastæði í hæð við aðra hæð hússins eru yfirþyrmandi og raska nær helmingi norðurlóðarinnar.
Forsagnir deiliskipulags hverfisins um vandaða, nútímalega, fjölbreytilega og hugmyndaríka byggingarlist eru tilgreindar sérstaklega á deiliskipulagsuppdrættinum en eru lítið greinilegar í framlögðum skissum. Norðurhliðin, sem ekki er teiknuð, gefur vísbendingu um tilbreytingalausan útveggjaflöt með svalagöngum eftir endilöngum húsunum, þótt slíkt beri beinlínis að forðast skv. texta deiliskipulagsins.
Fulltrúi Samfylkingarinnar telur að breyting á deiliskipulaginu sem leyfir svalaganga sem aðskildir eru frá húsi rýri verulega gæði íbúðarhúss m.a. vegna innsýnar frá bæði svalagangi á sömu hæð og efri hæð. Ekki er reynsla á því hvernig hús með aðskildum svalagangi sem veit í norð-austur hefur áhrif á vind og skjól. Jafnframt eru líkur á að bílastæði sem standa ofarlega í lóð valdi töluverðu ónæði.
Það er afstaða fulltrúa V og D lista að umræddar breytingar muni ekki rýra hverfið eða umrætt hús og að umrædd breyting samræmist öðrum breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagi hverfisins. - 3. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #664
Lögð fram tillaga Gylfa Guðjónssonar arkitekts f.h. lóðarhafa Mannverks ehf að breytingum á deiliskipulagi, sbr. bókun á 403. fundi. Breytingar felast í fækkun stigahúsa úr fjórum í tvö, fjölgun íbúða um 8, fjölgun bílastæða ofanjarðar á lóð og að vestasti hluti hússins megi vera 4 íbúðarhæðir.
Afgreiðsla 404. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 664. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 26. janúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #404
Lögð fram tillaga Gylfa Guðjónssonar arkitekts f.h. lóðarhafa Mannverks ehf að breytingum á deiliskipulagi, sbr. bókun á 403. fundi. Breytingar felast í fækkun stigahúsa úr fjórum í tvö, fjölgun íbúða um 8, fjölgun bílastæða ofanjarðar á lóð og að vestasti hluti hússins megi vera 4 íbúðarhæðir.
Frestað.
- 20. janúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #663
Gylfi Guðjónsson arkitekt f.h. lóðarhafa Mannverk ehf spyrst fyrir um möguleika á breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi frumdrögum að húsi.
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 12. janúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #403
Gylfi Guðjónsson arkitekt f.h. lóðarhafa Mannverk ehf spyrst fyrir um möguleika á breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi frumdrögum að húsi.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga í samræmi við erindið.