Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201601149

  • 13. apríl 2016

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #669

    Til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi var aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga 22. fe­brú­ar 2016 með at­huga­semda­fresti til 4 apríl 2016. Jafn­framt var at­hygli ná­granna vakin á aug­lýs­ing­unni með dreifi­bréfi. Ein at­huga­semd hef­ur borist, frá Fann­eyju Skarp­héð­ins­dótt­ur f.h. hús­fé­lags­ins Gerplustræti 25-27, dags. 1. apríl 2016.

    Af­greiðsla 410. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 669. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 5. apríl 2016

      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #410

      Til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi var aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga 22. fe­brú­ar 2016 með at­huga­semda­fresti til 4 apríl 2016. Jafn­framt var at­hygli ná­granna vakin á aug­lýs­ing­unni með dreifi­bréfi. Ein at­huga­semd hef­ur borist, frá Fann­eyju Skarp­héð­ins­dótt­ur f.h. hús­fé­lags­ins Gerplustræti 25-27, dags. 1. apríl 2016.

      Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una óbreytta og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku henn­ar. Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að svara fram­komn­um at­huga­semd­um.

    • 16. mars 2016

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #667

      Skipu­lags­nefnd vís­aði á 406. fundi sín­um til bæj­ar­ráðs ákvörð­un um gjald­töku vegna fjölg­un­ar íbúða um átta skv. til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi.

      Af­greiðsla 1249. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 667. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3. mars 2016

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1249

        Skipu­lags­nefnd vís­aði á 406. fundi sín­um til bæj­ar­ráðs ákvörð­un um gjald­töku vegna fjölg­un­ar íbúða um átta skv. til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gjald vegna fjölg­un­ar íbúða við Gerplustræti 31-37 með deili­skipu­lags­breyt­ingu skuli nema 1.250.000 krón­um á hverja við­bóta­r­í­búð. Jafn­framt að lóð­ar­hafi greiði all­an kostn­að sem til fell­ur vegna breyt­ing­ar­inn­ar.

      • 17. febrúar 2016

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #665

        Lögð fram end­ur­skoð­uð til­laga Gylfa Guð­jóns­son­ar arki­tekts f.h. lóð­ar­hafa Mann­verks ehf að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi, sbr. bók­un á 403. fundi. Breyt­ing­ar felast í fækk­un stiga­húsa úr fjór­um í tvö, fjölg­un íbúða um 8, fjölg­un bíla­stæða of­anjarð­ar á lóð og að vest­asti hluti húss­ins megi vera 4 íbúð­ar­hæð­ir. Frestað á 404. fundi.

        Bók­un S-lista
        Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar taka und­ir bók­un nefnd­ar­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í skipu­lags­nefnd og gera hana að sinni.
        Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
        Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

        Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
        Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tek­ur und­ir bók­un full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar í skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar.

        Af­greiðsla 405. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 665. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sex at­kvæð­um D- og V- lista gegn þrem­ur at­kvæð­um S- og M-lista.

        • 9. febrúar 2016

          Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #405

          Lögð fram end­ur­skoð­uð til­laga Gylfa Guð­jóns­son­ar arki­tekts f.h. lóð­ar­hafa Mann­verks ehf að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi, sbr. bók­un á 403. fundi. Breyt­ing­ar felast í fækk­un stiga­húsa úr fjór­um í tvö, fjölg­un íbúða um 8, fjölg­un bíla­stæða of­anjarð­ar á lóð og að vest­asti hluti húss­ins megi vera 4 íbúð­ar­hæð­ir. Frestað á 404. fundi.

          Nefnd­in sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um gegn einu að aug­lýsa fram­lagða til­lögu skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga og kynna hana ná­grönn­um. Jafn­framt vís­ar hún ákvörð­un um gjald­töku vegna við­bóta­r­í­búða til bæj­ar­ráðs.
          Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir eft­ir­far­andi at­huga­semd­ir við fram­lagða til­lögu:
          Til­lag­an, sýnd sem deili­skipu­lags­upp­drátt­ur og skiss­ur af fyr­ir­hug­uð­um bygg­ing­um, er í hróp­legu mis­ræmi við sam­þykkt deili­skipu­lag. Í stað 4 sam­tengdra 3ja hæða húsa með stiga­göng­um er sýnt 2ja stiga­húsa svala­gangs­hús og er næði 36 íbúða raskað með um­ferð fram­hjá þeim í augn­hæð eða með út­sýni að ofan. Íbúð­um fjölg­ar, bíla­stæð­um of­anjarð­ar fjölg­ar og bygg­ing­in fer út fyr­ir bygg­ing­ar­reit. Bíla­stæði í hæð við aðra hæð húss­ins eru yf­ir­þyrm­andi og raska nær helm­ingi norð­ur­lóð­ar­inn­ar.
          For­sagn­ir deili­skipu­lags hverf­is­ins um vand­aða, nú­tíma­lega, fjöl­breyti­lega og hug­mynda­ríka bygg­ing­ar­list eru til­greind­ar sér­stak­lega á deili­skipu­lags­upp­drætt­in­um en eru lít­ið greini­leg­ar í fram­lögð­um skiss­um. Norð­ur­hlið­in, sem ekki er teikn­uð, gef­ur vís­bend­ingu um til­breyt­inga­laus­an út­veggja­f­löt með svala­göng­um eft­ir endi­löng­um hús­un­um, þótt slíkt beri bein­lín­is að forð­ast skv. texta deili­skipu­lags­ins.
          Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tel­ur að breyt­ing á deili­skipu­lag­inu sem leyf­ir svala­ganga sem að­skild­ir eru frá húsi rýri veru­lega gæði íbúð­ar­húss m.a. vegna inn­sýn­ar frá bæði svala­gangi á sömu hæð og efri hæð. Ekki er reynsla á því hvern­ig hús með að­skild­um svala­gangi sem veit í norð-aust­ur hef­ur áhrif á vind og skjól. Jafn­framt eru lík­ur á að bíla­stæði sem standa of­ar­lega í lóð valdi tölu­verðu ónæði.
          Það er af­staða full­trúa V og D lista að um­rædd­ar breyt­ing­ar muni ekki rýra hverf­ið eða um­rætt hús og að um­rædd breyt­ing sam­ræm­ist öðr­um breyt­ing­um sem gerð­ar hafa ver­ið á skipu­lagi hverf­is­ins.

        • 3. febrúar 2016

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #664

          Lögð fram til­laga Gylfa Guð­jóns­son­ar arki­tekts f.h. lóð­ar­hafa Mann­verks ehf að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi, sbr. bók­un á 403. fundi. Breyt­ing­ar felast í fækk­un stiga­húsa úr fjór­um í tvö, fjölg­un íbúða um 8, fjölg­un bíla­stæða of­anjarð­ar á lóð og að vest­asti hluti húss­ins megi vera 4 íbúð­ar­hæð­ir.

          Af­greiðsla 404. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 664. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar sit­ur hjá.

          • 26. janúar 2016

            Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #404

            Lögð fram til­laga Gylfa Guð­jóns­son­ar arki­tekts f.h. lóð­ar­hafa Mann­verks ehf að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi, sbr. bók­un á 403. fundi. Breyt­ing­ar felast í fækk­un stiga­húsa úr fjór­um í tvö, fjölg­un íbúða um 8, fjölg­un bíla­stæða of­anjarð­ar á lóð og að vest­asti hluti húss­ins megi vera 4 íbúð­ar­hæð­ir.

            Frestað.

            • 20. janúar 2016

              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #663

              Gylfi Guð­jóns­son arki­tekt f.h. lóð­ar­hafa Mann­verk ehf spyrst fyr­ir um mögu­leika á breyt­ing­um á deili­skipu­lagi skv. með­fylgj­andi frumdrög­um að húsi.

              Af­greiðsla 315. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 663. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

              • 12. janúar 2016

                Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #403

                Gylfi Guð­jóns­son arki­tekt f.h. lóð­ar­hafa Mann­verk ehf spyrst fyr­ir um mögu­leika á breyt­ing­um á deili­skipu­lagi skv. með­fylgj­andi frumdrög­um að húsi.

                Nefnd­in heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi til aug­lýs­ing­ar skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga í sam­ræmi við er­ind­ið.