Hjáleiðir vegna framkvæmda - Gatnamót Skeiðholts og Þverholts
Við viljum minna á tímabundna lokun gatnamóta Skeiðholts-Þverholts í Mosfellsbæ.Meðfylgjandi eru myndir af hjáleiðum sem eru opnar frá og með deginum í dag 27.04. Samkvæmt verkáætlun verður nýtt hringtorg (á rauða svæðinu) opnað í lok júní en þá verður Skeiðholtinu lokað tímabundið. Sú lokun á við á meðan unnið er að því að tengja Skeiðholtið við nýju gatnamótin á því svæði sem hjáleiðin þverar götuna í dag. Vinna er hafin á gerð hringtorgs við gatnamót Skeiðholts og Þverholts. Um miðjan apríl hófst vinna við gerð hjáleiða á svæðinu. Hjáleiðir verða opnaðar í lok apríl fyrir alla umferð um svæðið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Endanleg opnun á nýjum veg og hringtorgi er áætluð 12. júní 2015
Menningarvor 2015 að hefjast
Menningarvor í Mosfellsbæ hefst á morgun 14. apríl, en hátíðin er haldið árlega.
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar styrkir afreksfólk í íþróttum árið 2015
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti styrki til afreksfólks í íþróttum samkvæmt reglum bæjarins þar um.
Íþrótta- og tómstundastyrkir veittir ungum og efnilegum Mosfellingum 2015
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti í síðustu viku tíu ungmennum styrk til að stunda sína íþrótt- tómstund eða list yfir sumartímanna.
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2015.
Bæjarlistamanni er jafnframt veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum eða ábendingum frá Mosfellingum um einstakling eða samtök listamanna í Mosfellsbæ, sem til greina koma að bera sæmdarheitið bæjarlistamaður ársins 2015.
Kynningarfundur - Allir velkomnir
Mosfellsbær býður íbúum og öðrum áhugasömum á kynningarfund vegna fyrirhugaðra framkvæmda við ný undirgöng undir Vesturlandsveg við Aðaltún í Mosfellsbæ miðvikudaginn 15. apríl næstkomandi klukkan 17.00 á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar 2. hæð í Kjarna.
Dagdvöl fyrir aldraða í Mosfellsbæ
Mosfellsbær og Eir – hjúkrunarheimili hafa gert með sér samning um að Eir annist rekstur dagdvalarinnar frá 1. febrúar 2015.
Félagsstarf eldri borgara og FaMos
Markmið félagsstarfs eldri borgara er að fyrirbyggja félagslega einangrun aldraðra og finna þekkingu, reynslu og hæfileikum þátttakenda farveg.
Nú líður að sumri en aukin þægindi fylgir því að eiga Moskort.
Vissir þú af Moskortinu ? Moskortið er rafrænt aðgangskort í sundlaugar Mosfellsbæjar og er áfyllingarkort. Kortið er selt og afhent í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli, Lækjarhlíð 1a og Íþróttamiðstöðinni Varmá, Skólabraut. Kortið er keypt í upphafi og fyllt á það nokkur skipti. Kortin eru handhafakort en einnig er hægt að fá persónugerð kort sem eru rekjanleg ef kort glatast.
Menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar 13. - 17. apríl 2015
Hin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar verður haldin dagana 13. – 17. apríl í Kjarna.
Átak í söfnun skjala kvenna
Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar tekur þátt í átaki á söfnun skjala kvenna á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna sem stendur yfir á þessu ári. Átakið er samstarfsverkefni handritadeildar Landsbókasafns-Háskólabókasafns, kvennasögusafns, Þjóðskjalasafns, Borgarskjalasafns og héraðsskjalasafna um land allt.
Hreinsunarátak í Mosfellsbæ 13. apríl - 4. maí 2015
Dagana 13. apríl – 4. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ enda vorið á næsta leiti.
Páskaopnun sundlauganna 2015
Í Mosfellsbæ eru tvær sundlaugar, Lágafellslaug og Varmárlaug.
Hjáleiðir vegna framkvæmda - Gatnamót Skeiðholts og Þverholts
Vegna framkvæmda við gerð hringtorgs við gatnamót Skeiðholts og Þverholts vill Mosfellsbær koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Hafin verður vinna við gerð hjáleiða á svæðinu um miðjan apríl. Í lok apríl verða opnaðar hjáleiðir fyrir alla umferð um svæðið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Umferðaröryggisáætlun, lýst eftir ábendingum
Nú er komið að því að endurskoða umferðaaröryggisáætlunina frá 2013 og er því auglýst eftir ábendingum frá bæjarbúum um það sem betur má fara í umferðaröryggismálum í Mosfellsbæ.