Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. apríl 2015

Mos­fells­bær og Eir – hjúkr­un­ar­heim­ili hafa gert með sér samn­ing um að Eir ann­ist rekst­ur dagdval­ar­inn­ar frá 1. fe­brú­ar 2015.

Rýmin þar eru níu og þeim er unnt að deila milli fleiri gesta sem nýta sér ákveðna daga vik­unn­ar eða hluta úr degi.

Eldra fólk í Mos­fells­bæ hef­ur frá ár­inu 2002 átt þess kost að taka þátt í starf­semi dagdval­ar (áður nefnt dag­vist). Með breyt­ing­um á hús­næði þjón­ustumið­stöðv­ar­inn­ar í Eir­hömr­um árið 2012 var að­staða starf­sem­inn­ar bætt til muna. Mögu­leik­ar til þjálf­un­ar, tóm­stunda­iðju og fræðslu juk­ust með því um­tals­vert.

Dagdvölin deil­ir hús­næð­inu með fé­lags­starfi eldri borg­ara og Fé­lagi aldr­aðra í Mos­fells­bæ og ná­grenni (FaMos). Með breyt­ing­un­um má segja að bylt­ing hafi orð­ið í fram­boði á fé­lags- og tóm­stund­astarfi og fjölda þátt­tak­enda í starf­inu. Þá er að­gengi að per­sónu­legri þjón­ustu á borð við hársnyrt­ingu og þjón­ustu fóta­að­gerð­ar­fræð­ings mun betra en áður var. Auk þess að eiga mögu­leika á þátt­töku í því starfi sem fram fer í hús­inu er sér­stök dagskrá fyr­ir gesti dagdval­ar­inn­ar.

Í dagdvöl­inni er í boði mat á heilsu­fari, þjálf­un, tóm­stunda­iðja, fé­lags­leg­ur stuðn­ing­ur, fræðsla, ráð­gjöf og að­stoð við at­hafn­ir dag­legs lífs. Þar er einn­ig fylgst með and­legri og lík­am­legri líð­an og nær­ingu. Fylgst er með kom­um í dagdvöl­ina og boð­ið upp á ferð­ir milli dagdval­ar og heim­il­is.

Mark­mið­ið með starf­sem­inni er að styðja þá sem þurfa að stað­aldri eft­ir­lit, um­sjá og stuðn­ing til þess að geta búið sem lengst í heima­húsi, við sem eðli­leg­ast­ar að­stæð­ur. Í því skyni er með­al ann­ars lögð á það áhersla að efla hvern og einn til sjálfs­hjálp­ar.

Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og Sig­urð­ur Rún­ar Sig­ur­jóns­son fram­kvæmda­stjóri Eir­ar - hjúkr­un­ar­heim­il­is hand­sala samn­ing­inn.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00