Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. apríl 2015

Menn­ing­ar­vor í Mos­fells­bæ hefst á morg­un 14. apríl, en há­tíð­in er hald­ið ár­lega.

Dag­skrá­in stend­ur af metn­að­ar­fullri tón­list­ar- og menn­ing­ar­dagskrá þar sem mos­fellsk­ir lista­menn koma fram.

Guð­rún Tóm­as­dótt­ir,  fyrr­ver­andi bæj­arlista­mað­ur mun koma fram á fyrsta Menn­ing­ar­vori und­ir heit­inu Ég er söngv­ari. Söng­kona verð­ur í nær­mynd, bæði í tali og tón­um. Bjarki Bjarna­son, rit­höf­und­ur, spjall­ar við Guð­rúnu á létt­um nót­um.

Tónlist:

  • Guð­rún Tóm­as­dótt­ir og Sigrún Hjálm­týs­dótt­ir (Diddú) syngja sam­an,
  • Anna Guðný Guð­munds­dótt­ir pí­anó
  • Sig­urð­ur Ingvi Snorra­son kla­rín­etta
  • Hauk­ur Guð­laugs­son pí­anó
  • Guðný Guð­munds­dótt­ir fiðla
  • Gunn­ar Kvar­an selló

Söng­kvartett úr Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar:

  • Ás­gerð­ur Elín Magnús­dótt­ir
  • Birta Reyn­is­dótt­ir
  • Guð­rún Ýr Eyfjörð
  • Þóra Björg Ingi­mund­ar­dótt­ir

Vor­boð­ar – kór eldri borg­ara

Kaffi­veit­ing­ar í lok dag­skrár í boði Guð­rún­ar Tóm­as­dótt­ur, söng­konu og fyrr­ver­andi
bæj­arlista­manns, sem fagn­ar 90 ára af­mæli sínu um þess­ar mund­ir.

Dagskrá Menn­ing­ar­vors í Mos­fells­bæ fer fram í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar þrjú þriðju­dags­kvöld í apríl og hefst kl. 20:00 öll kvöld­in.

Að­gang­ur er ókeyp­is á alla við­burði.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00