Menningarvor í Mosfellsbæ hefst á morgun 14. apríl, en hátíðin er haldið árlega.
Dagskráin stendur af metnaðarfullri tónlistar- og menningardagskrá þar sem mosfellskir listamenn koma fram.
Guðrún Tómasdóttir, fyrrverandi bæjarlistamaður mun koma fram á fyrsta Menningarvori undir heitinu Ég er söngvari. Söngkona verður í nærmynd, bæði í tali og tónum. Bjarki Bjarnason, rithöfundur, spjallar við Guðrúnu á léttum nótum.
Tónlist:
- Guðrún Tómasdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) syngja saman,
- Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó
- Sigurður Ingvi Snorrason klarínetta
- Haukur Guðlaugsson píanó
- Guðný Guðmundsdóttir fiðla
- Gunnar Kvaran selló
Söngkvartett úr Listaskóla Mosfellsbæjar:
- Ásgerður Elín Magnúsdóttir
- Birta Reynisdóttir
- Guðrún Ýr Eyfjörð
- Þóra Björg Ingimundardóttir
Vorboðar – kór eldri borgara
Kaffiveitingar í lok dagskrár í boði Guðrúnar Tómasdóttur, söngkonu og fyrrverandi
bæjarlistamanns, sem fagnar 90 ára afmæli sínu um þessar mundir.
Lesa meira um feril Guðrúnar:
Dagskrá Menningarvors í Mosfellsbæ fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar þrjú þriðjudagskvöld í apríl og hefst kl. 20:00 öll kvöldin.
Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.
Tengt efni
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Safnanótt 2023 með pompi og pragt
Safnanótt var haldin hátíðleg í Bókasafni Mosfellsbæjar föstudaginn 3. febrúar.