Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. apríl 2015

Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar veitti styrki til af­reks­fólks í íþrótt­um sam­kvæmt regl­um bæj­ar­ins þar um.

Um er að ræða stuðn­ing við það af­reksí­þrótta­fólk sem á lög­heim­ili í Mos­fells­bæ og hlot­ið hef­ur styrk úr af­reks­sjóði Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Ís­lands. Styrk­ur­inn tek­ur ekki til flokkaí­þrótta.

Að þessu sinni var það ein ung stúlka sem hlaut ein­greiðslu­styrk úr Af­reks­sjóðsi ÍSÍ, Telma Rut Frí­manns­dótt­ir og fær hún styrk að fjár­hæð 80.000 krón­ur frá Mos­fells­bæ.

Íþrótta og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar ósk­ar þess­ari glæsi­legu íþrótta­konu inni­lega til ham­ingju og ósk­ar henni velfarn­að­ar í fram­tíð­inni.

Telma Rut og Rún­ar Bragi Gunn­laugs­son, formað­ur íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00