Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti styrki til afreksfólks í íþróttum samkvæmt reglum bæjarins þar um.
Um er að ræða stuðning við það afreksíþróttafólk sem á lögheimili í Mosfellsbæ og hlotið hefur styrk úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Styrkurinn tekur ekki til flokkaíþrótta.
Að þessu sinni var það ein ung stúlka sem hlaut eingreiðslustyrk úr Afrekssjóðsi ÍSÍ, Telma Rut Frímannsdóttir og fær hún styrk að fjárhæð 80.000 krónur frá Mosfellsbæ.
Íþrótta og tómstundanefnd Mosfellsbæjar óskar þessari glæsilegu íþróttakonu innilega til hamingju og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.
Telma Rut og Rúnar Bragi Gunnlaugsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar.