Vissir þú af Moskortinu ? Moskortið er rafrænt aðgangskort í sundlaugar Mosfellsbæjar og er áfyllingarkort. Kortið er selt og afhent í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli, Lækjarhlíð 1a og Íþróttamiðstöðinni Varmá, Skólabraut. Kortið er keypt í upphafi og fyllt á það nokkur skipti. Kortin eru handhafakort en einnig er hægt að fá persónugerð kort sem eru rekjanleg ef kort glatast.
Vissir þú af Moskortinu ? Moskortið er rafrænt aðgangskort í sundlaugar Mosfellsbæjar og er áfyllingarkort. Kortið er selt og afhent í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli, Lækjarhlíð 1a og Íþróttamiðstöðinni Varmá, Skólabraut. Kortið er keypt í upphafi og fyllt á það nokkur skipti.
Kortin eru handhafakort en einnig er hægt að fá persónugerð kort sem eru rekjanleg ef kort glatast. Keypt er áfylling fyrir 10 eða 30 skipti hverju sinni en einnig er hægt að fá árskort sem eru þá persónugerð þeas merkt viðkomandi kennitölu en ákveðið öryggi felst í því ef kort glatast. Einnig er mögulegt að kaupa persónugerð 10 skipta kort en það tekur 10 daga að fá slík kort. Kortið sjálft kostar 570 kr. Hvort sem er um að ræða handhafa kort eða persónugerð kort og áfylling fyrir 10 skipti 3,600 kr fyrir fullorðna, fyrir börn 1,250 kr. 10 skipti og 2,050 kr. 30 skipti.
Öryrkjar og ellilífeyrisþegar fá frítt en þurfa að fá slík kort til að nýta sér áunnin réttindi.
Gjaldskylda fellur niður við 67 ára aldur og miðast við afmælisdag. Öryrkjar eru ekki gjaldskyldir gegn framvísun skírteinis gefið út af Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra, sem skal endurnýjað árlega. Börn byrja að greiða 1. júní árið sem að þau verða 11 ára.
Atvinnulausir fá einnig frítt í sund en sækja þarf um það á Íbúagátt Mosfellsbæjar.
MOSKORTIÐ
Virkni kortsins er á þann veg að sundgestir bera MOS kortið sitt að kortalesara sem sannreynir hvort gildur rafrænn sundmiði er á kortinu.Bæði íþróttamiðstöðin Lágafell og Varmá eru með aðgangskerfi fyrir Moskortið sem bjóða upp á rafræna miða í sund og einnig þrek í Varmá.
Sjá frekari upplýsingar um gjaldskrá hér og upplýsingar um Íþróttamiðstöðina Lágafelli hér.