Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. apríl 2015

    Hér­aðs­skjala­safn Mos­fells­bæj­ar tek­ur þátt í átaki á söfn­un skjala kvenna á 100 ára af­mæli kosn­inga­rétt­ar kvenna sem stend­ur yfir á þessu ári. Átak­ið er sam­starfs­verk­efni hand­rita­deild­ar Lands­bóka­safns-Há­skóla­bóka­safns, kvenna­sögu­safns, Þjóð­skjala­safns, Borg­ar­skjala­safns og hér­aðs­skjala­safna um land allt.

    Hér­aðs­skjala­safn Mos­fells­bæj­ar tek­ur þátt í átaki í söfn­un skjala kvenna á 100 ára af­mæli kosn­inga­rétt­ar kvenna sem stend­ur yfir á þessu ári.

    Þann 19. mars var hrint af stað átaki við söfn­un á skjöl­um kvenna í til­efni 100 ára af­mæl­is kosn­inga­rétt­ar kvenna. Hér­aðs­skjala­safn Mos­fells­bæj­ar tek­ur þátt í því átaki.

    Átak­ið er sam­starfs­verk­efni hand­rita­deild­ar Lands­bóka­safns-Há­skóla­bóka­safns, kvenna­sögu­safns, Þjóð­skjala­safns, Borg­ar­skjala­safns og hér­aðs­skjala­safna um land allt.

    Skjala­söfn kvenna eru stór­merki­leg­ar heim­ild­ir um líf þeirra og störf. Með skjöl­um er til
    dæm­is átt við bréf, dag­bæk­ur, póst­kort, upp­skrifta­bæk­ur, ljós­mynd­ir eða hvers kon­ar gögn sem verða til í leik og starfi. Slík skjöl eru ómet­an­leg svo skilja megi bet­ur tíma­bil breyt­inga og dag­legt líf kvenna.

    Því mið­ur hafa fá skjala­söfn kvenna borist Hér­aðs­skjala­safni Mos­fells­bæj­ar og því er vakin at­hygli á mik­il­vægi þess að halda til haga slík­um skjöl­um og varð­veita þau.

    Hægt er að koma með skjöl til safns­ins í Þver­holti 2, kjall­ara, hafa sam­band á skjala­safn@mos.is eða hringja í síma 5256789/5256700.

    Á með­fylgj­andi mynd má sjá mynd úr safni Klöru Klængs­dótt­ur, kenn­ara og sund­konu. Mynd­in sýn­ir Klöru ásamt bekk sín­um fyr­ir fram­an Brú­ar­land, í krik­um 1940-1945. 

    Klara Klængs­dótt­ir er kona  mars­mán­að­ar 2015 á Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar en í til­efni 100 ára af­mæl­is kosn­ing­ar­rétt­ar kvenna á Ís­landi 2015 hafa Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar og Hér­aðs­skjala­safn Mos­fells­bæj­ar tek­ið hönd­um sam­an og kynna mán­að­ar­lega konu eða kon­ur sem flest­ar eiga teng­ing­ar við Mos­fells­sveit.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00