Nú er komið að því að endurskoða umferðaaröryggisáætlunina frá 2013 og er því auglýst eftir ábendingum frá bæjarbúum um það sem betur má fara í umferðaröryggismálum í Mosfellsbæ.
Árið 2010 skrifaði Mosfellsbær undir samning við Umferðarstofu um gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Mosfellsbæ. Samningurinn var gerður í framhaldi af að ný umferðaröryggisáætlun var felld inn í samgönguáætlun með samþykkt Alþingis, með það að markmiði að minnka fjölda slasaðra og látinna í umferðinni. Umferðaröryggisáætlun fyrir Mosfellsbæ leit svo dagsins ljós í september 2013.
Nú er komið að því að endurskoða umferðaröryggisáætlunina frá 2013 og í því sambandi er auglýst eftir ábendingum frá bæjarbúum um það sem betur má fara í umferðaröryggismálum í Mosfellsbæ.
Ábendingum er hægt að skila fyrir 1. maí á netfangið mos@mos.is eða í móttöku á bæjarskrifstofu
Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð.
Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar 2013 er hægt að skoða hér (pdf, 6,6 MB)