Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. apríl 2015

Markmið fé­lags­starfs eldri borg­ara er að fyr­ir­byggja fé­lags­lega ein­angr­un aldr­aðra og finna þekk­ingu, reynslu og hæfi­leik­um þátt­tak­enda far­veg.

List­sköp­un, hand­mennt, spila­mennska, kór­st­arf, leik­fimi, sund og ferða­lög eru dæmi um starf­sem­ina.

Fé­lags­st­arf eldri borg­ara og FaMos aug­lýsa sam­eig­in­lega dagskrá fé­lags­starfs­ins und­ir Þjón­ustumið­stöð aldr­aðra á Eir­hömr­um. Dag­skrá­in er birt í Mos­fell­ingi á bls. 6 og á vef bæj­ar­ins. Einn­ig er dag­skrá­in send til fé­laga FaMos eft­ir net­fanga­skrá.

Fé­lag aldr­aðra í Mos­fells­bæ og ná­grenni, FaMos, var stofn­að 1. októ­ber 2002.

Í lög­um FaMos seg­ir með­al ann­ars:
Rétt á inn­göngu eiga all­ir þeir sem eru orðn­ir 60 ára og eldri. Til­gang­ur fé­lags­ins er að gæta hags­muna eldri borg­ara í Mos­fells­bæ og ná­grenni ásamt því að sinna tóm­stunda-, fræðslu- og menn­ing­ar­mál­um og vinna að því að skapa fé­lags­legt og efna­hags­legt ör­yggi aldr­aðra. Efla þátt­töku aldr­aðra í starfi og tóm­stund­um. Fé­lag­ið er óháð stjórn­mála­flokk­um og hlut­laust í af­stöðu til trú­mála.

Gef­in eru út fé­lags­skír­teini sem gefa fé­lög­um kost á veru­leg­um af­slætti hjá mörg­um versl­un­um og stofn­un­um um allt land sbr. af­slátt­ar­bók sem Lands­sam­band eldri borg­ara (LEB) gef­ur út. Af­slátt­ar­bók­ina er hægt að nálg­ast á vef LEB.

Ör­yrkj­ar og elli­líf­eyr­is­þeg­ar (67 ára) fá frítt í sund en til að nýta sér frí­miða þarf að fá Moskort­ið til að nýta sér áunn­in rétt­indi. Moskort­ið er selt og af­hent í Íþróttamið­stöð­inni Lága­felli, Lækj­ar­hlíð 1a.

FaMos send­ir fé­lög­um sín­um frétta­bréf ra­f­rænt og á papp­ír 2-3 á ári um það sem efst er á baugi í mál­efn­um aldr­aðra.

FaMos er hags­muna­fé­lag og í Mos­fells­bæ er stór hóp­ur á eft­ir­launa­aldi og því mik­il­vægt að koma til móts við þarf­ir þeirra og standa vörð um hags­muni eldri bæj­ar­búa. Því fleiri virk­ir fé­lag­ar, því sterk­ara fé­lag.

Skrif­stof­an er opin alla mið­viku­daga milli kl. 15:00 – 16:00. Stjórn­ar­menn skipt­ast á um að vera til við­tals fyr­ir fé­laga. Elva Björg Páls­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur fé­lags­starfs aldr­aðra í Mos­fells­bæ er ætíð til­bú­in að senda stjórn­ar­mönn­um FaMos skila­boð s: 586-8014 / 698-0090.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00