Mikið hefur mætt á snjómoksturstækjum bæjarins
Vetur konungur hefur heldur betur látið að sér kveða í desember.
Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks árið 2015
Mosfellsbær vekur athygli á rétti fatlaðs fólks 18 ára og eldra með lögheimili í bænum til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks.
Verkefnislýsing, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag vegna orlofshúsa
Lögð er fram til kynningar verkefnislýsing skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga fyrir fyrirhugaða skipulagsvinnu vegna orlofshúsa sunnan Hafravatns til þjónustu fyrir ferðamenn.
Laust starf í Þjónustustöð
Laust er til umsóknar starf almenns starfsmanns í Þjónustustöð Mosfellsbæjar. Um 100% starf er að ræða. Þjónustustöð Mosfellsbæjar sér um alla almenna þjónustu við bæjarbúa á sviði umhverfismála, svo sem snjóruðning, viðhald og rekstur gatna, holræsa, veitna, umferðarmannvirkja og opinna svæða. Þjónustustöð annast einnig viðhald á fasteignum bæjarins.
Laust starf í Þjónustustöð
Laust er til umsóknar starf almenns starfsmanns í Þjónustustöð Mosfellsbæjar. Um 100% starf er að ræða. Þjónustustöð Mosfellsbæjar sér um alla almenna þjónustu við bæjarbúa á sviði umhverfismála, svo sem snjóruðning, viðhald og rekstur gatna, holræsa, veitna, umferðarmannvirkja og opinna svæða. Þjónustustöð annast einnig viðhald á fasteignum bæjarins.
Almennar og sérstakar húsaleigubætur - Umsóknarfrestur til 16. janúar 2016
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.
Gleðilega hátíð 2015
Starfsfólk Mosfellsbæjar óskar Mosfellingum sem og öðrum viðskiptavinum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.
Hin vinsæla þrettándabrenna verður haldin 9. janúar 2016
Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður haldin laugardaginn 9. janúar 2016.
Hirðing á jólatrjám 10. og 11. janúar 2015
Félagar í Handknattleiksdeild Aftureldingar munu aðstoða bæjarbúa við að fjarlægja jólatré sín og koma þeim í viðeigandi endurvinnslu og kurlun.
Áramótabrenna með hefðbundnu sniði árið 2015
Áramótabrenna verður staðsett neðan Holtahverfis við Leirvog. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30.
Hálkuvarnir
Hálka er nú mjög víða nú á höfuðborgarsvæðinu þar sem snöggfryst hefur snemma í morgunsárið. Hvetjum við alla til að fara varlega. Hjá Þjónustumiðstöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús. Aðgengi er opið að sandi við Þjónustumiðstöð og er bæjarbúum velkomið að taka sand sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát). Unnið er að söltun og söndun stofnstíga, göngu- og hjólastíga í dag
Hálkuvarnir
Hálka er nú mjög víða nú á höfuðborgarsvæðinu þar sem snöggfryst hefur snemma í morgunsárið. Hvetjum við alla til að fara varlega. Hjá Þjónustumiðstöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús. Aðgengi er opið að sandi við Þjónustumiðstöð og er bæjarbúum velkomið að taka sand sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát). Unnið er að söltun og söndun stofnstíga, göngu- og hjólastíga í dag
Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2015
Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2015 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 21. janúar 2016 kl. 19:00. Hægt er að senda útnefningar á mos@mos.is fyrir 18. desember. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.
Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2015
Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2015 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 21. janúar 2016 kl. 19:00. Hægt er að senda útnefningar á mos@mos.is fyrir 18. desember. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2015
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður haldin í Hamrahlíð við Vesturlandsveg frá 10. – 23. desember, kl. 10-16 um helgar en 12-17 virka daga.
Útskriftarhátíð í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ verður haldin föstudaginn 18. desember 2015 og hefst athöfnin kl. 14:00Allir velunnarar skólans eru velkomnir á útskriftarhátíðina.
Útskriftarhátíð í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ verður haldin föstudaginn 18. desember 2015 og hefst athöfnin kl. 14:00Allir velunnarar skólans eru velkomnir á útskriftarhátíðina.
Jólatónleikar Skólakórs Varmárskóla 13. desember 2015
Skólakór Varmárskóla verður með jólatónleika í sal Varmárskóla sunnudaginn 13. desember kl. 17:00.
Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna 10. desember 2015
Í Mosfellskirkju fimmtudaginn 10. desember kl. 20:00.
Röskun verður á starfi grunnskóla vegna veðurs 8. desember 2015
Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag, þriðjudaginn 8. desember.