Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður haldin í Hamrahlíð við Vesturlandsveg frá 10. – 23. desember, kl. 10-16 um helgar en 12-17 virka daga.
Tekið er á móti hópum á öðrum tímum ef óskað er. Panta verður fyrir hópa fyrirfram.
Hægt er að fara í skóginn og saga sjálfur tré en einnig verða til söguð tré á staðnum.
Í skóginum er aðstaða til að setjast niður og fá sér nesti.
Jólasveinar verða í skóginum helgina 12.-13. desember og helgina 19. – 20. desember.
Til sölu eru:
- Lifandi tré í pottum (0,80 -1,5 m), greni og fura
- Topptré í pottum eða á tréstalli
- Höggvin tré í öllum stærðum, greni og fura
- Útlitsgölluð tré (veggtré)
- Gjafabréf