Hálka er nú mjög víða nú á höfuðborgarsvæðinu þar sem snöggfryst hefur snemma í morgunsárið. Hvetjum við alla til að fara varlega. Hjá Þjónustumiðstöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús. Aðgengi er opið að sandi við Þjónustumiðstöð og er bæjarbúum velkomið að taka sand sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát). Unnið er að söltun og söndun stofnstíga, göngu- og hjólastíga í dag
Hálka er nú mjög víða nú á höfuðborgarsvæðinu þar sem snöggfryst hefur snemma í morgunsárið. Hvetjum við alla til að fara varlega.
Unnið er að söltun og söndun stofnstíga, göngu- og hjólastíga í dag.
Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar á netfangið mos[hjá]mos.is eða hringt í þjónustumiðstöð 566 8450.
Opið er frá kl. 8.00 – 16.10. Eftir lokun kl. 16:10 breytist númerið 566 8450 í neyðarnúmer veitna. Þar er tekið á móti tilkynningum allan sólarhringinn um bilanir í vatns- og hitalögnum auk annarra neyðartilvika.