Laust er til umsóknar starf almenns starfsmanns í Þjónustustöð Mosfellsbæjar. Um 100% starf er að ræða. Þjónustustöð Mosfellsbæjar sér um alla almenna þjónustu við bæjarbúa á sviði umhverfismála, svo sem snjóruðning, viðhald og rekstur gatna, holræsa, veitna, umferðarmannvirkja og opinna svæða. Þjónustustöð annast einnig viðhald á fasteignum bæjarins.
Laust er til umsóknar starf almenns starfsmanns í Þjónustustöð Mosfellsbæjar. Um 100% starf er að ræða. Þjónustustöð Mosfellsbæjar sér um alla almenna þjónustu við bæjarbúa á sviði umhverfismála, svo sem snjóruðning, viðhald og rekstur gatna, holræsa, veitna, umferðarmannvirkja og opinna svæða. Þjónustustöð annast einnig viðhald á fasteignum bæjarins.
Almennir starfsmenn Þjónustustöðvar tilheyra Umhverfissviði og heyra undir verkstjóra Þjónustustöðvar.
Menntunar- og hæfnikröfur
- Menntun og reynsla er nýtist í starfi.
- Almenn ökuréttindi skilyrði.
- Meirapróf og vinnuvélaréttindi
- Góð almenn tölvukunnátta
- Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2016
Upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Sigvaldason, forstöðumaður Þjónustustöðvar í síma 566 8450.
Umsóknir sem greina frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi um hæfni í starfið skulu sendar í tölvupósti á netfangið ths@mos.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Mosfellsbæjar.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.