Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. desember 2015

Vet­ur kon­ung­ur hef­ur held­ur bet­ur lát­ið að sér kveða í des­em­ber.

Í byrj­un mán­að­ar­ins kyngdi nið­ur snjó í miklu magni á stutt­um tíma. Þeg­ar slík­ar að­stæð­ur skap­ast mæð­ir mik­ið á snjómokst­urs­tækj­um og þeim mannskap sem þeim stýra en Þjón­ustu­stöð Mos­fells­bæj­ar ber ábyrgð á snjómokstri í bæn­um.

„Unn­ið er bæði á eig­in vél­um bæj­ar­ins og eins eru ráðn­ir verk­tak­ar til starfs­ins þeg­ar á þarf að halda. Skipu­lega er geng­ið til verks og ligg­ur fyr­ir snjómokst­ursáætlun sem for­gangsr­að­ar verk­efn­um. Þar er í fyrsta for­gangi að ryðja stofn­göt­ur, strætó­leið­ir og fjöl­farn­ar safn­göt­ur. Áhersla á að ryðja stíga­kerfi bæj­ar­ins hef­ur auk­ist síð­ustu ár. Stíga­kerfi til og frá skól­um og þau sem tengja sam­an hverfi eru í fyrsta for­gangi“  sagði Þor­steinn Sig­valda­son sem stýr­ir Þjón­ustu­stöð­inni í sam­tali við bæj­ar­blað­ið Mos­fell­ing ný­ver­ið.

GPS send­ar í mokst­urs­tækin

Þor­steinn sagði einn­ig frá nýj­ung í starf­sem­inni sem snýr að því að ný­ver­ið voru sett­ir GPS send­ar í mokst­urs­tækin. Þann­ig er hægt að fylgjast bet­ur með þeim svæð­um sem búið er að ryðja. Mark­mið­ið með þessu er að gera vinn­una við snjómokst­ur og önn­ur verk­efni skil­virk­ari og þjón­ust­una betri.

„Þessi tækni mun jafn­vel geta fal­ið í sér að íbú­ar gætu far­ið inn á net­ið og séð hvar vél­arn­ar eru í raun­tíma. Það bæt­ir upp­lýs­ingaflæði og ger­ir þjón­ust­una gegn­sæa,“ seg­ir Þor­steinn bjart­sýnn áður en hann þurfti að snúa sér aft­ur að þeim mörgu verk­efn­um sem fylgja vetr­in­um og jól­un­um hjá Þjón­ustu­stöð­inni.

Hálku­varn­ir

Hálka er nú mjög víða og eru bæj­ar­bú­ar hvatt­ir til að fara var­lega. Hjá Þjón­ustu­stöð bæj­ar­ins við Völu­teig 15 geta íbú­ar feng­ið sand til að bera á plön og stétt­ir við heima­hús. Að­gengi er opið að sand­in­um og er bæj­ar­bú­um vel­kom­ið að taka það sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát). Hægt er að senda ábend­ing­ar um það sem bet­ur má fara á mos[hjá]mos.is eða hringja í þjón­ustumið­stöð 566-8450.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00