Helgafellshverfi, ný lóð við Vefarastræti, tillaga
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðhverfis Helgafellshverfis. Hún gerir ráð fyrir nýrri lóð við Vefarastræti vestan Sauðhóls, fyrir allt að 55 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verði að mestu fjögurra hæða. Athugasemdafrestur er til og með 20 nóvember.
Mosfellsbær afhendir Skálatúni afmælisgjöf
Í gær afhenti Mosfellsbær Skálatúnsheimilinu afmælisgjöf.
Sýningaropnun 4. október - Þjófstart í Listasal Mosfellsbæjar
Laugardaginn 4 október kl. 15:00 verður opnuð sýning Þórs Sigurþórssonar Þjófstart í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2.
Bæjarfulltrúar Mosfellsbæjar bjóða íbúum upp á viðtalstíma
Bæjarfulltrúar Mosfellsbæjar bjóða íbúum upp á viðtalstíma á eftirfarandi tímum á Bókasafni Mosfellsbæjar klukkan 17.00-18.00.
Breyttur útivistartími 1. september
Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20:00. Unglingar13 til 16 ára mega vera úti til klukkan 22:00. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.
Mosfellsbær tekur þátt í Útsvari
Spurningaþátturinn Útsvar hefur hafið göngu sína á RÚV nú í haust áttunda veturinn í röð þar sem 24 sveitarfélög keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik.
Opin hús Skólaskrifstofu veturinn 2014-2015
Senn líður að fyrsta Opnu húsi hjá Skólaskrifstofu en líkt og undanfarin 11 ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. Foreldrar/forráðamenn, starfsmenn leik- og grunnskóla, frístundaleiðbeindur, þjálfarar, ömmur, afar og aðrir bæjarbúar, tökum þessi kvöld frá, hittumst og eigum samræður um málefni er varða börn og unglinga í Mosfellsbæ.
Þingmenn kjördæmisins í heimsókn
Þingmenn suðvesturkjördæmis komu á fund sveitarstjórnarfólks í Mosfellsbæ í hádeginu í dag. Tekið var á móti hópnum á Bókasafni Mosfellsbæjar þar sem Haraldur Sverrisson bæjarstjóri fór yfir nokkra punkta sem snerta samstarf ríkis og sveitarfélaga.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Laxatungu
Tillagan tekur til lóða nr. 105-127. Um er að ræða breytta húsgerð einbýlishúsa norðan götu, en sunnan götu komi raðhús í stað einbýlishúsa.
Hreyfivika UMFÍ 2014
Mosfellsbær tekur þátt í Hreyfivikunni sem Ungmennafélag Íslands stendur fyrir á Íslandi dagana 29. september til 5. október.
Tillaga að endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu
Tillaga að endurskoðun vatnsverndar innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar liggur nú fyrir. Sveitarfélögin ásamt heilbrigðisnefndum Kjósarsvæðis, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis auglýsa hana til kynningar og athugasemda.
Störf við liðveislu í Mosfellsbæ
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsfólki til að annast liðveislu fyrir fötluð börn og ungmenni. Markmið liðveislu er að efla viðkomandi til sjálfshjálpar, veita honum/henni persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Nokkur börn og ungmenni bíða þess nú að fá liðveislu við hæfi.
Íbúar í Arnartanga athugið
Heitavatnslaust verður í Arnartanga í dag, 24.september, frá kl. 10.00 og fram eftir degi. Hitaveita Mosfellsbæjar
Bíllausi dagurinn 22. september 2014
Mánudagurinn 22. september er Bíllausi dagurinn í Mosfellsbæ.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2014
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar er í dag 18. september.
Íbúar í Teigum athugið
Vegna viðgerðar á hitaveitu í Teigahverfi verður heitavatnslaust í Merkjateig, Hamarsteig, Einiteig og Jónsteig frá klukkan 10.00 og frameftir degi, fimmtudaginn 18.september. Hitaveita Mosfellsbæjar.
Ný reiðhjólastæði við Krónuna
Sett hafa verið upp ný reiðhjólastæði við verslunarkjarnann Háholti 13-15, þar sem m.a. eru til húsa Krónan, Hárstofan Sprey, Hvíti Riddarinn, Basic Plus, Fiskbúð Mosfellsbæjar og Mosfellsbakarí. Með þessu er komið til móts við óskir viðskiptavina verslana á svæðinu um betra aðgengi fyrir hjólreiðafólk. Reiðhjólastæðin eru staðsett á skjólgóðum stað og frágangur til fyrirmyndar, en eigandi húsnæðisins er Festi fasteignir.
Samgönguvika í Mosfellsbæ – Hjólreiðar innanbæjar
Fjarlægðir innan þéttbýlis Mosfellsbæjar eru að jafnaði ekki langar. Því ættu hjólreiðar og ganga að vera ákjósanlegur ferðamáti innanbæjar.
Samgönguvika í Mosfellsbæ – Hjólastígar vítt og breitt
Hjólareiðastígar liggja víðs vegar um Mosfellsbæ, meðfram strandlengjunni, um Ævintýragarðinn í Ullarnesbrekkum og upp í Mosfellsdal og allt þar á milli.
Samgönguvika í Mosfellsbæ – Málþing um hjólreiðar
Föstudaginn 19. september verður haldið málþing um vistvænar samgöngur undir yfirskriftinni Hjólum til framtíðar.