Skálatúnsheimilið hélt upp á 60 ára afmæli sitt fyrr á árinu. Þá var ákveðið að fá starfsmenn á handverkstæðinu Ásgarði til að framleiða húsgögn til að hafa fyrir utan vinnustofu heimilisins.
Húsgögnin eru nú tilbúin og hafa verið sett niður á góðum stað sem oft er notaður til að njóta sólar á góðviðrisdögum. Mosfellsbær þakkar Ásgarði fyrir vönduð vinnubrögð við sína einstöku framleiðslu og óskar Skálatúnsheimilinu aftur til hamingju með afmælið með von um að húsögnin verði notuð mikið og lengi.