Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. október 2014

Til­lag­an tek­ur til lóða nr. 105-127. Um er að ræða breytta hús­gerð ein­býl­is­húsa norð­an götu, en sunn­an götu komi rað­hús í stað ein­býl­is­húsa.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með sam­kvæmt 1. mgr. 43.gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi íbúð­ar­hverf­is í Leir­vogstungu sem sam­þykkt var 28.6.2006 og síð­ast breytt 12.3.2014. Til­lag­an tek­ur til lóða nr. 105-127 við Laxa­tungu.

Breyt­ing­ar norð­an götu eru þær, að ein­býl­is­hús verða ein hæð með mögu­leika á efri hæð að hluta í stað fullra tveggja hæða, og þeim fækk­ar um eitt. Sunn­an götu komi rað­hús í stað tveggja hæða ein­býl­is­húsa, 3 x 3 íbúð­ir, einn­ar hæð­ar með mögu­leika á efri hæð að hluta.

Til­lag­an verð­ur til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 1. októ­ber 2014 til og með 12. nóv­em­ber 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana at­huga­semd­ir.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæjar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eigi síð­ar en 12. nóv­em­ber 2014.

26. sept­em­ber 2014,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Tengt efni