Tillagan tekur til lóða nr. 105-127. Um er að ræða breytta húsgerð einbýlishúsa norðan götu, en sunnan götu komi raðhús í stað einbýlishúsa.
Mosfellsbær auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingum á deiliskipulagi íbúðarhverfis í Leirvogstungu sem samþykkt var 28.6.2006 og síðast breytt 12.3.2014. Tillagan tekur til lóða nr. 105-127 við Laxatungu.
Breytingar norðan götu eru þær, að einbýlishús verða ein hæð með möguleika á efri hæð að hluta í stað fullra tveggja hæða, og þeim fækkar um eitt. Sunnan götu komi raðhús í stað tveggja hæða einbýlishúsa, 3 x 3 íbúðir, einnar hæðar með möguleika á efri hæð að hluta.
Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 1. október 2014 til og með 12. nóvember 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 12. nóvember 2014.
26. september 2014,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning – Leirutangi 13A
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 10. júní sl. var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir viðbyggingu sólskála að Leirutanga 13A.
Grenndarkynning á þegar byggðum viðbyggingum við Arnartanga 44
Tillaga að deiliskipulagi – Frístundabyggð í Miðdalslandi, Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010: