Spurningaþátturinn Útsvar hefur hafið göngu sína á RÚV nú í haust áttunda veturinn í röð þar sem 24 sveitarfélög keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik.
Þann 14. nóvember keppir Mosfellsbær við Akureyrabæ.
Fyrir hönd Mosfellsbæjar tóku þátt í fyrra Bragi Páll , Valgarð og María sem vöktu athygli á síðasta keppnistímabili fyrir skemmtilega og líflega framkomu. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Varmárskóla er nýr meðlimur í liði Mosfellsbæjar sem keppir fyrir hönd Mosfellsbæjar í Útsvari. Þóranna kemur í staðin fyrir Maríu sem hefur staðið vaktina undanfarin ár með stakri prýði. Mosfellsbær þakkar Maríu fyrir þátttökuna og býður Þórönnu velkomna í liðið. Bragi Páll og Valgarð gefa kost á sér áfram.
Tengt efni
Jólatréð fyrir Miðbæjartorg úr heimabyggð
Fjórða árið í röð er jólatréð fyrir Miðbæjartorg sótt í Hamrahlíðarskóg.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Mosfellsbær efstur á lista yfir spennandi ferðamannastaði á Íslandi