Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðhverfis Helgafellshverfis. Hún gerir ráð fyrir nýrri lóð við Vefarastræti vestan Sauðhóls, fyrir allt að 55 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verði að mestu fjögurra hæða. Athugasemdafrestur er til og með 20 nóvember.
Mosfellsbær auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 43. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingum á deiliskipulagi 1. áfangaHelgafellshverfis sem samþykkt var 13.12.2006 og síðast breytt 7.5.2014.
Samkvæmt tillögunni stækkar skipulagssvæðiáfangans um áður óskipulagt svæði sunnan Vefarastrætis vestan Sauðhóls, þar semí rammaskipulagi var gert ráð fyrir „stofnanalóð.“ Tillagan gerir ráð fyrirað á þessu svæði verði lóð fyrir tvö fjölbýlishús með allt að 55 íbúðum. Húsinverði að mestu fjögurra hæða en þriggja hæða að hluta. Helmingur bílastæðaverði í bílakjöllurum með aðkomu annars vegar um botnlanga útfrá Vefarastrætiog hinsvegar frá Snæfríðargötu.
Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri MosfellsbæjarÞverholti 2, frá 9. október 2014 til og með 20. nóvember 2014, svo að þeir semþess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal sendaþær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigisíðar en 20. nóvember 2014.
6. október 2014,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar