Útboð vegna færanlegra kennslustofa
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í 5 lausar kennslustofur. Um er að ræða þrjár stofur, samtengdar með millibyggingum, og tvær stakstæðar stofur. Alls eru stofurnar um 490 m2. Heimilt er að bjóða tilbúnar stofur og / eða nýsmíði. Stofurnar skulu vera fullbúnar eigi síðar en 8. ágúst 2013.
Mosfellsbær lækkar lóðaverð og býður fjármögnun
Nú er mikil framkvæmdargleði í Mosfellsbæ. Kynnt hefur verið átak í sölu atvinnulóða í Mosfellsbæ en meðal annars mun bærinn einnig bjóða upp á fjármögnun vegna lóðanna og sanngjarna skilmála. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að nýta sér heimildir til að lækka gatnagerðargjöld og fella niður byggingarréttagjöld á lóðum undir atvinnuhúsnæði. Með þessu vill Mosfellsbær hvetja fyrirtæki og atvinnurekendur til fjárfestinga og stuðla að því að bærinn verði fyrsti valkostur þeirra sem eru með uppbyggingu í huga. Þetta er í fyrsta skipti sem Mosfellsbær býður upp á slík kjör.
Frístundaávísun fyrir tómstundir sumarsins 2013
Nýtt tímabil frístundaávísana fyrir veturinn 2013-2014 verður virk frá 1. september 2012 og mun því ávísun á þessu tímabili 2012-2013 fyrnast 1. september.
Opnað fyrir umsóknir um vinnuskóla
Tekið verður á móti skráningum í Vinnuskólann frá 12.04. til 24.04. 2013. Vinnuskóli Mosfellsbæjar er starfræktur fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar. Skráning nemenda í vinnuskólann stendur hún til 24.04. Skráningin fer fram í gegn um íbúagátt Mosfellsbæjar . Þeir sem sækja um fyrir 24.apríl geta treyst því að fá vinnu í sumar, en ekki er víst að hægt sé að verða við öllum beiðnum um vinnutímabil.
Alþingiskosningar 27. apríl 2013 - Kosning utan kjörfundar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga sem fram fara 27. apríl 2013 hófust hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík 2. mars.
María Helga Jónsdóttir á Reykjum með burtfararprófstónleika
María Helga Jónsdóttir flautuleikari er að ljúka Framhaldsprófi frá Listaskóla Mosfellsbæjar. Einn liður í prófinu eru burtfararprófstónleikar, sem fara fram í Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.00. Meðleikari á píanó er Arnhildur Valgarðsdóttir. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Dagur Listaskólans 2. mars 2013
Kynnið ykkur starfsemina og það sem í boði er fyrir bæjarbúa á sviði listnáms í deildum Listaskólans.
Morgunakstur úr Dalnum
Nú liggur fyrir fyrirkomulag á akstri ofan úr Mosfellsdal í samræmi við óskir aðalfundar Víghóls, íbúasamtaka í Mosfellsdal. Ákveðið hefur verið að morgunakstur verði á virkum dögum ofan úr Dal. Um er að ræða tilraunaverkefni sem stendur fram til 5. júní. Aksturinn hefst á mánudaginn 15. apríl.
Tólf efnileg ungmenni hlutu styrk 2013
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum tólf ungmennum styrk til að stunda sína íþrótt-, tómstund eða list yfir sumartímanna.
Sýningin ,,Lóðréttar öldur" í Listasal Mosfellsbæjar
Ný skólalóð sunnan Þrastarhöfða - verkefnislýsing deiliskipulags
Kynning á verkefnislýsingu deiliskipulags skv. 40. gr. skipulagslaga. Um er að ræða áform um að setja allt að 8 færanlegar kennslustofur á lóð næst Baugshlíð sunnan Þrastarhöfða. Ábendingar varðandi verkefnislýsinguna berist fyrir 19. apríl.
Mosfellsbær styrkir afreksfólk í íþróttum árið 2013
Emil Tumi Víglundsson hlaut styrk úr sjóðnum.
Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar.
Auglýsing um kjörstað og aðsetur yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar. Kjörstaður vegna alþingiskosninganna sem fram fara þann 27. apríl 2013 er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag þann 27. apríl 2013 verður á sama stað.
Tilkynning um framlagningu kjörskrár.
Kjörskrá í Mosfellsbæ vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013. Í samræmi við 26. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis liggur kjörskrá, vegna alþingiskosninga þann 27. apríl 2013, frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á skrifstofutíma frá kl. 08:00 – 16:00, frá og með 15. apríl 2013 og til kjördags.
Litla upplestrarkeppnin í Mosfellsbæ
Þróunarverkefni í grunnskólum Mosfellsbæjar.
Fræðslukvöld í Krikaskóla – opið fyrir alla
Fimmtudaginn 2. maí, kl. 20 verður haldið fræðslukvöld í Krikaskóla um læsi og grunnþætti náms.
Menningarvorið 2013 er komið
Á afmælisdag Halldórs Laxness þann 23. apríl verður menningardagskrá á bókasafni Mosfellsbæjar.
Íslandsmeistara í 6. flokki yngra ár
Fyrr í þessum mánuði eignaðist Afturelding Íslandsmeistara í 6. flokki yngra ár í handbolta, bæði í kvenna og karlaflokki. Greinilegt að hér er á ferð flottir handboltakrakkar og verður spennandi að fylgjast með þessum öfluga árgangi í framtíðinni. Mosfellsbær óskar þeim og þjálfurum þeirra innilega til hamingju.
Hreinsunarátak í Mosfellsbæ 19. apríl - 3. maí 2013
Dagana 19. apríl – 3. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ.
Rafgítar og Rafbassa nám.
Nokkur laus pláss á rafgítar og rafbassa við Listaskóla Mosfellsbæjar Tónlistardeild. Umsóknir fyrir næsta vetur (2013-2014) þurfa að berast við fyrsta tækifæri. Sótt er um á íbúagáttinni á mos.is . Uppýsingar um skólann á listmos.is