Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga sem fram fara 27. apríl 2013 hófust hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík 2. mars.
Umdæmi sýslumannsins í Reykjavík nær yfir Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp.
Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu fram á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8:30 – 15:00. Um helgar er opið frá kl. 12:00 – 14:00.
Frá og með 15. apríl nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10:00 – 22:00. Á kjördag laugardaginn 27. apríl nk. verður opið frá kl. 10:00 til kl. 17:00.
Embættið
Aðsetur: Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík.
Opnunartími: 8:30 til 15:00
Skiptiborð: s. 569-2400.
Tengt efni
Kjörskrá lögð fram og utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin
Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram 14. maí 2022.
Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar
8. apríl 2022 kl. 12:00 rennur út frestur til að skila framboðslistum.