Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. maí 2013

Emil Tumi Víg­lunds­son hlaut styrk úr sjóðn­um.

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar stað­festi í gær regl­ur íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar um frek­ari stuðn­ing við það af­reksí­þrótta­fólk sem á lög­heim­ili í Mos­fells­bæ og hlot­ið hef­ur styrk úr af­reks­sjóði Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Ís­lands eða úr styrkt­ar­sjóðs ungra og framúrsk­ar­andi efni­legra íþrótta­manna. Styrk­ur­inn tek­ur ekki til flokkaí­þrótta.

Sam­hliða tek­ur Mos­fells­bær und­ir sam­eig­in­legt markmið íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar sem er að Ís­lend­ing­ar eigi hverju sinni af­reks­menn í íþrótt­um er skipi sér á bekk með þeim bestu í heim­in­um og að stöð­ugt hækki af­reks­st­ig ís­lenskra íþrótta. Í því felst að efla hæfni og færni þeirra sem að af­reksí­þrótt­a­starf­inu koma og sem með af­reksí­þrótta­mann­in­um vinna, tryggja mögu­leika af­reksí­þrótta­manna fram­tíð­ar­inn­ar til að ná settu marki, stuðla að bætt­um fram­færslu­að­stæð­um íþrótta­manns­ins, og auka ís­lenska þjálf­un­arkunn­áttu.

Stuðn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar við Mos­fell­inga sem hljóta styrki ár hvert úr nefnd­um sjóð­um ÍSÍ er sem hér seg­ir:

  • ein­stak­ling­ar sem hljóta A styrk Af­reks­sjóðs ÍSÍ fá styrk að fjár­hæð 480.000 kr.
  • ein­stak­ling­ar sem hljóta B styrk Af­reks­sjóðs ÍSÍ fá styrk að fjár­hæð 240.000 kr.
  • ein­stak­ling­ar sem hljóta C styrk Af­reks­sjóðs ÍSÍ fá styrk að fjár­hæð 120.000 kr.
  • ein­stak­ling­ar sem hljóta ein­greiðslu­styrk Af­reks­sjóðs ÍSÍ fá styrk að fjár­hæð 80.000 kr.
  • ein­stak­ling­ar sem hljóta styrk úr Styrkt­ar­sjóði ungra og framúrsk­ar­andi efni­legra íþrótta­manna fá styrk að fjár­hæð 50.000 kr.

Á þessu ári er einn Mos­fell­ing­ur sem hlýt­ur styrk sam­kvæmt þess­um regl­um, en það er Emil Tumi Víg­lunds­son sem hlaut styrk úr styrkt­ar­sjóðs ungra og framúrsk­ar­andi efni­legra íþrótta­manna fyr­ir hjól­reið­ar.

Emil Tumi Víg­lunds­son.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00