Laugardaginn 20. apríl opnaði List án landamæra samsýningu Helga Þorgils Friðjónssonar og Snorra Ásgeirssonar í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin ber heitið ,,Lóðréttar öldur” og er samsett af veggverkum og skúlptúrum.
Laugardaginn 20. apríl opnaði List án landamæra samsýningu Helga Þorgils Friðjónssonar og Snorra Ásgeirssonar í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin ber heitið ,,Lóðréttar öldur” og er samsett af veggverkum og skúlptúrum.
LÓÐRÉTTAR ÖLDUR
Ef lína er dregin þvert yfir blað, sýnist það vera sjóndeildarhringur. Snúi maður blaðinu um 90° virðist línan vera eitthvað annað. En þar sem hún er nú þegar staðsett í minninu, er hún lóðréttur sjóndeildarhringur. Hugmyndin er um
lestur og skilaboð sem staðsetja okkur í veröldinni. Við erum á rangli um
okkar innri og ytri veröld. Oft meira inni, en það greinir það sem liggur utan með tilvist sinni. Yfir okkur er stór himinn. Ský Snorra eru saman hnipruð og í sama lit og himinninn, en greina sig samt frá himninum, en Helga eru eins og líkamspartar eða grjót. Þetta eru lík tilvistarský.
Það er samsvörun í lóðréttum öldum og tilvistarskýjum.
Helgi Þorgils Friðjónsson
TVEIR MENN BYGGJA SAMAN SKÝ OG FJÖLL
Helgi og Snorri eiga það sameiginlegt að þeir standa báðir stöðugir í fæturna á myndgrunnum sínum einsog tveir óhagganlegir sökklar sem hvergi hvika í sinni einlægni.
Manneskjur sem birtast á myndflötum þeirra eru ekki þessa heims heldur
einhvers annars, skýin og fjöllin sömuleiðis, þau eru einstök.
Og allt þetta er sett fram með hárfína og næma myndbyggingu að leiðarljósi.
Halldór Ásgeirsson
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Sýningin stendur til 3. maí og er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins.
Sjá nánar á www.bokmos.is