Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. maí 2013

Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar veitti á dög­un­um tólf ung­menn­um styrk til að stunda sína íþrótt-, tóm­st­und eða list yfir sum­ar­tím­anna.

Það var lang­ur listi hæfra um­sækj­enda sem að sótti um, 15 strák­ar og 8 stúlk­ur.

Við val­ið  styðst nefnd­in við regl­ur sem byggja á vilja Mos­fells­bæj­ar til að koma til móts við ung­menni sem, vegna tóm­stunda sinna, geta ekki með sama hætti og jafn­aldr­ar þeirra stundað laun­uð störf. Þessi meg­in­regla auk regl­unn­ar um að jafna beri styrkj­um milli kynja, ald­urs­hópa, list- íþrótta- og tóm­stunda­greina er það sem að íþrótta og tóm­stund­ar­nefnd styðst við þeg­ar að val­ið er í þenn­an hóp.

Um­sækj­end­ur áttu það all­ir sam­eig­in­legt að þau lang­ar og þurfa að nota sum­ar­tím­ann til æf­inga, koma fram á við­burð­um eða vera við keppni.

Þau sem að hlutu styrk­inn í ár eru:

  • Arnór Breki til að stunda frjáls­ar íþrótt­ir og fót­bolta
  • Ág­úst Elí Ás­geirs­son til að stunda graf­íska hönn­un, mynd­list og kvik­mynda­gerð
  • Áróra Eir Páls­dótt­ir til að stunda hand­bolta
  • Ásta Mar­grét Jóns­dótt­ir, til að stunda hesta­mennsku
  • Birk­ir Bene­dikts­son til að stunda hand­bolta
  • Björn Ósk­ar Guð­jóns­son til að stunda golf
  • Brynja Hlíf Hjalta­dótt­ir til að stunda motocross
  • Emil Tumi Víg­lunds­son til að stunda götu­hjól­reið­ar
  • Magni Þór Pét­urs­son til að stunda graf­íska hönn­un, mynd­list og kvik­mynda­gerð
  • Mar­grét Dís Stef­áns­dótt­ir til að stunda badm­inton
  • Kristín María Þor­steins­dótt­ir til að stunda golf
  • Stefán Ás Ingvars­son til að stunda badm­inton
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00