Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. maí 2013

Þró­un­ar­verk­efni í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar.

Í haust var ákveð­ið að efna til  þró­un­ar­verk­efn­is í 4. bekkj­um grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar en sams kon­ar verk­efni hófst í Hafnar­firði haust­ið 2010 og hlaut nafn­ið Litla upp­lestr­ar­keppn­in. Hug­mynd­in vakn­aði þeg­ar Stóra upp­lestr­ar­keppn­in varð 15 ára og þótti tíma­bært að færa út kví­arn­ar og byggja á mark­mið­um Stóru upp­lestr­ar­keppn­inn­ar en þau eru að flytja móð­ur­mál­ið sjálf­um sér og öðr­um til ánægju og hafa vand­virkni og virð­ingu að leið­ar­ljósi.

Litla upp­lestr­ar­keppn­in hófst form­lega 16. nóv­em­ber, á degi ís­lenskr­ar tungu, og stend­ur fram í apríl en þá lýk­ur verk­efn­inu með sér­stakri loka­há­tíð eða sam­verust­und. Nú í apríl og maí eru haldn­ar loka­há­tíð­ir í skól­un­um og þar munu all­ir nem­end­ur leggja sitt af mörk­um. Há­tíð­in er í formi sam­veru með for­eldr­um og kenn­ur­um og all­ir nem­end­ur fá við­ur­kenn­ing­ar­skjal fyr­ir þátt­tök­una. Hver og einn skóli út­fær­ir sína há­tíð.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00