Vorboðar starfa af krafti
Vorboðar, kór eldri borgara í Mosfellsbæ hefur starfað af krafti í vetur og komið fram við hin ýmsu tækifæri undir styrkri stjórn Páls Helgasonar sem var útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2012. Vorboðar eru að sjálfsögðu stoltir af sínum ástsæla stjórnanda.
Vinningshafi Laxnessins 2013
Á 111 ára fæðingardegi Halldórs K. Laxness kepptu tólf nemendur í 6. bekk Lágafellsskóla til úrslita í upplestrarkeppni sem kennd er við nóbelsskáldið.
Börnum úr Krikaskóla berst góð gjöf
Félagar úr björgunarsveitinni Kyndli heimsóttu á dögunum 1. bekk Krikaskóla og færðu öllum börnunum endurskinsvesti að gjöf.
Nýstárlegar kennsluaðferðir í FMOS
Sköpunarkrafturinn er virkjaður í tengslum við umhverfið.
Hugmyndaríkir nemendur í 8., 9. og 10. bekk setja upp söngleik
Krakkar úr 8., 9. og 10. bekk eru að setja upp söngleik í félagsmiðstöðinni Bólinu. Söngleikurinn heitir Kjallarinn og var settur saman úr hugmyndavinnu krakkanna. Sagan fjallar um krakka í grunnskóla sem taka upp á því að fara í andaglas í skólanum sínum. Lenda þau í miklu klandri út frá því og þurfa að leysa úr því í sameiningu.
Rekstraryfirlit aðgengilegt fyrir íbúa
Rekstraryfirlit Mosfellsbæjar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins er nú aðgengilegt fyrir íbúa á heimasíðu Mosfellsbæjar í fyrsta skipti. Markmið með birtingunni er aukið upplýsingastreymi til íbúa og er í takti við lýðræðisstefnu bæjarins.
Óvissu eytt um Helgafellsland
Mosfellsbær og Landsbankinn hafa undirritað samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu í Helgafellslandi en Landsbankinn hefur nýverið eignast lóðir og lendur í hverfinu vegna uppgjörs við Helgafellsbyggingar hf. Þar með lýkur nokkurra ára stöðnun og óvissu um áframhaldandi uppbyggingu í hverfinu.
Bekkjum fjölgað í nágrenni Eirhamra og gönguleiðir kortlagðar
Í tilefni af 70 ára afmæli Félags íslenskra sjúkraþjálfara fyrir þremur árum fóru sjúkraþjálfarar í hinum ýmsu sveitarfélögum af stað með samfélagsverkefni, sem hvatningu til aukinnar hreyfingar, til hagsbóta fyrir almenning.
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2013
Þróunar- og ferðamálanefnd gerir árlega tillögu til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um viðurkenningu fyrir þróunar- eða nýsköpunarhugmynd. Nefndin auglýsir eftir tillögum að þróunar- og nýsköpunarhugmyndum, verkefnum, vöru eða þjónustu
Vortónleikar Tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar 13. - 16. maí 2013
Spennandi dagskrá framundan næstu daga en nú eru yfirstandandi vortónleikar hjá Listaskóla Mosfellsbæjar dagana 13. – 16. maí.
Opið fyrir umsóknir um matjurtagarða sumarið 2013
Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ.
Sprækir bæjarstarfsmenn
Toppmos kallast gönguhópur nokkurra starfsmanna bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar.
Vortónleikar Skólakórs Varmárskóla 14. maí 2013
Skólakór Varmárskóla heldur vortónleika í sal Varmárskóla þriðjudaginn 14. maí kl. 18:00.
Opnun sýningar,,VÆTTIR OG VÆNTUMÞYKJUFÓLK" í Listasal Mosfellsbæjar
Laugardaginn 11. maí kl 14.00 mun Steinunn Marteinsdóttir opna sýningu sína VÆTTIR OG VÆNTUMÞYKJUFÓLK í Listasal Mosfellsbæjar og er sýningin öllum opin. Sýningin stendur til 7. júní og er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins. Nánari upplýsingar er að finna á www.bokmos.is. Í kjölfar opnunarinnar í Listasalnum opnar Steinunn einnig sýningu kl. 15.00 á vinnustofu sinni að Hulduhólum.
Leirvogstunga, tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Tillagan gerir ráð fyrir að reiðvegur meðfram Tunguvegi færist vestur fyrir veginn og legu Tunguvegar verði hnikað til, auk ýmissa minni breytinga varðandi húsgerðir o.fl. Athugasemdafrestur er til 18. júní.
Fræðslufundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 7. maí 2013
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær efna til fræðslufundar um skógræktarmál þriðjudaginn 7. maí kl. 17:30.
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2013.
Nú líður að sumri en aukin þægindi fylgir því að eiga Moskort.
Vissir þú af Moskortinu ? Moskortið er rafrænt aðgangskort í sundlaugar Mosfellsbæjar og er áfyllingarkort. Kortið er selt og afhent í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli, Lækjarhlíð 1a. Kortið er keypt í upphafi og fyllt á það nokkur skipti. Kortin eru handhafakort en einnig er hægt að fá persónugerð kort sem eru rekjanleg ef kort glatast
Útboð – Tímavinnugjald
Mosfellsbær óskar eftir tilboði í tímavinnugjald iðnaðarmanna í eftirtöldum iðngreinum:Trésmíði, málun, pípulögn, raflögn, dúkalögn, blikksmíði og stálsmíði. Útboðsgögn verða afhent á geisladisk í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð frá og með þriðjudeginum 26. febrúar eftir kl: 10:00.
ÚTBOÐ - vegna reksturs hárgreiðslustofu í þjónustumiðstöðinni Eirhömrum í Mosfellsbæ
Óskað er eftir tilboðum í leigu húsnæðis (aðstöðu) til reksturs hárgreiðslustofu í þjónustumiðstöð eldri borgara í Eirhömrum í Mosfellsbæ.Innifalið í leigu húsnæðis hárgreiðslustofunnar sem er 20,3 m² er eftirfarandi: Tvær starfsstöðvar, aðstaða fyrir hárþurrkun og bið, hárskolunarstóll og skrifborðsaðstaða. Jafnframt fylgir hinu leigða húsnæði fastur búnaður, s.s. hárgreiðslustóll, rafmagn, hiti og ræsting á gólfum. Rekstraraðili sér sjálfur um síma, áhöld, efni og handklæði, ásamt þrifum á þeim.