Tillagan gerir ráð fyrir að reiðvegur meðfram Tunguvegi færist vestur fyrir veginn og legu Tunguvegar verði hnikað til, auk ýmissa minni breytinga varðandi húsgerðir o.fl. Athugasemdafrestur er til 18. júní.
Mosfellsbær auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu sem samþykkt var 28.3.2007 og síðast breytt 2.3.2011. Að hluta til er um að ræða breytingar sem auglýstar voru árið 2009 en hlutu ekki gildi þá.
Helstu breytingar á deiliskipulaginu skv. tillögunni felast í því að reiðleið færist vestur fyrir tengiveg vestan hverfisins (Tunguveg), tengivegurinn færist um allt að 10 m til vesturs á kafla syðst og um 6-12 m til austurs á kafla nyrst, auk ýmissa smærri breytinga á lóðarmörkum, húsgerðum og skilmálum fyrir einstakar lóðir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 18. júní 2013.
2. maí 2013,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar