Mosfellsbær styrkir afreksfólk í íþróttum árið 2013
Emil Tumi Víglundsson hlaut styrk úr sjóðnum.
Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar.
Auglýsing um kjörstað og aðsetur yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar. Kjörstaður vegna alþingiskosninganna sem fram fara þann 27. apríl 2013 er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag þann 27. apríl 2013 verður á sama stað.
Tilkynning um framlagningu kjörskrár.
Kjörskrá í Mosfellsbæ vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013. Í samræmi við 26. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis liggur kjörskrá, vegna alþingiskosninga þann 27. apríl 2013, frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á skrifstofutíma frá kl. 08:00 – 16:00, frá og með 15. apríl 2013 og til kjördags.
Litla upplestrarkeppnin í Mosfellsbæ
Þróunarverkefni í grunnskólum Mosfellsbæjar.
Fræðslukvöld í Krikaskóla – opið fyrir alla
Fimmtudaginn 2. maí, kl. 20 verður haldið fræðslukvöld í Krikaskóla um læsi og grunnþætti náms.
Menningarvorið 2013 er komið
Á afmælisdag Halldórs Laxness þann 23. apríl verður menningardagskrá á bókasafni Mosfellsbæjar.
Íslandsmeistara í 6. flokki yngra ár
Fyrr í þessum mánuði eignaðist Afturelding Íslandsmeistara í 6. flokki yngra ár í handbolta, bæði í kvenna og karlaflokki. Greinilegt að hér er á ferð flottir handboltakrakkar og verður spennandi að fylgjast með þessum öfluga árgangi í framtíðinni. Mosfellsbær óskar þeim og þjálfurum þeirra innilega til hamingju.
Hreinsunarátak í Mosfellsbæ 19. apríl - 3. maí 2013
Dagana 19. apríl – 3. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ.
Rafgítar og Rafbassa nám.
Nokkur laus pláss á rafgítar og rafbassa við Listaskóla Mosfellsbæjar Tónlistardeild. Umsóknir fyrir næsta vetur (2013-2014) þurfa að berast við fyrsta tækifæri. Sótt er um á íbúagáttinni á mos.is . Uppýsingar um skólann á listmos.is
Fossar friðlýstir í Mosfellsbæ
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á hátíðarfundi þann 9.ágúst síðastliðinn að leggja til friðlýsingu fossa í tilefni af 25 ára kaupstaðarafmæli Mosfellsbæjar. Þeir fossar sem lagt var til að friðlýsa voru Álafoss, Tungufoss og Helgufoss. Í gær á Degi umhverfisins, skrifuðu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ undir friðlýsingu Álafoss og Tungufoss.
Sumardagurinn fyrsti 2013
Þrátt fyrir slyddu og snjó verður haldið upp á komu sumars með skrúðgöngu og skemmtun á lóð Lágafellskóla í dag.
Stofnfundur samtaka ferðaþjónustuaðila
Stofnfundur samtaka ferðaþjónustuaðila í Mosfellsbæ verður haldinn mánudaginn 29. apríl kl. 17. Kæru félagar í ferðaþjónustu í Mosfellsbæ. Eins og fram kom á síðasta fundi var almennur áhugi fyrir því að stofnuð yrðu samtök ferðaþjónustuaðila í bænum. Stofnfundur verður haldinn mánudaginn 29. apríl kl. 17:00 á 1. hæð í Kjarna og eru allir velkomnir. Vonumst til að sjá sem flesta.
Mosfellsbær tekur þátt í Hjólað í vinnuna 2013
Nú er að hefjast heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir nú í ellefta sinn dagana 8. – 28. maí 2013.
Málmtækninám í Borgarholtskóla
Í vetur hafa 9 nemendur úr Varmárskóla, 3 stúlkur og 6 piltar, sótt valnámskeið í borgarholtsskóla. Þeir hafa mætt einu sinni í viku 3 kennslustundir í senn. Nemendurnir hafa smíðað ýmsa hluti s.s. litla verkfærakistu úr áli, sett saman rafrás, logsoðið, smíðað og lóðað saman bát, smíðað kertastjaka með því að nota tölfustýrða fræsivél og skorið ýmsa hluti út með því að nota tölfustýrða plasmaskurðarvél.
Ný lögreglustöð sem sinnir einnig Mosfellsbæ
Mosfellingum nú sinnt frá Grafarholti. Ný lögreglustöð hefur verið opnuð á Vínlandsleið 2-4 í Grafarholti í Reykjavík en þaðan er sinnt verkefnum í Grafarholti, Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi. Á lögreglustöðinni eru bæði almennt svið þar sem útköllum er sinnt á sólarhringsvöktum og rannsóknarsvið.
3. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Vík í Mýrdal 7. - 9. júní 2013
Að þessu sinni verður 3. Landsmót UMFÍ 50+ haldið dagana 7. – 9. júní 2013 í Vík í Mýrdal.
Ný og endurbætt aðstaða fyrir félagsstarf eldri borgara að Eirhömrum
Fimmtudaginn 18. apríl var tekin í notkun þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.
Opið hús hjá skólaskrifstofu Mosfellsbæjar - Sköpun í skólastarfi.
Þriðjudaginn 30. apríl kl. 20:00 var opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 grunnþátta sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Á síðasta opna húsi þessa vetrar höfum við fengið Ásu Björk Snorradóttur myndlistarkennara til að fjalla um Sköpun og sköpunargleði í námi og starfi í leik- og grunnskóla.
Friðlýsing fossa á degi umhverfisins
Skrifað verður undir friðlýsingu Álafoss og Tungufoss við hátíðlega athöfn í Álafosskvos á Degi umhverfisins þann 25. apríl. Þar munu Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar undirrita friðlýsingu fossanna og nærumhverfis semer samtals 2,8 hektarar að stærð.
Sumarnámskeið í Mosfellsbæ 2013
Fjölbreytt afþreying verður í boði fyrir börn og ungmenni í Mosfellsbæ í sumar.