Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. maí 2013

Nú er að hefjast heilsu- og hvatn­ing­ar­verk­efn­ið Hjólað í vinn­una sem Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Ís­lands stend­ur fyr­ir nú í ell­efta sinn dag­ana 8. – 28. maí 2013.

Átak­ið er tví­skipt þar sem ann­ars veg­ar er um að ræða vinnu­staða­keppni þar sem keppt er um flesta þátt­töku­daga og hins veg­ar liða­keppni þar sem keppt er um flesta kíló­metra.

Í Mos­fells­bæ er að finna marga skemmti­lega hjóla­stíga og á vef bæj­ar­ins má finna hjól­reiða­kort af hjóla­leið­um ásamt kort­erskorti sem sýn­ir ferða­tíma inn­an­bæjar út frá mið­bæn­um.

Þau sem ferð­ast milli Mos­fells­bæj­ar og Reykja­vík­ur geta nýtt sér góð­an úti­vist­ar­stíg með­fram Leiru­vogi sem ligg­ur í gegn­um Grafar­vog­inn eða nýj­an hjóla- og göngustíg með­fram Vest­ur­lands­vegi sem teng­ir nú­ver­andi stíga­kerfi í Mos­fells­bæ við hjól­reiða­stíga í Reykja­vík.

Mos­fell­ing­ar eru hvatt­ir til að taka þátt í átak­inu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00