Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. maí 2013

Fimmtu­dag­inn 18. apríl var tekin í notk­un þjón­ustumið­stöð fyr­ir eldri borg­ara í Mos­fells­bæ.

End­ur­bæt­ur á hús­næði við ör­yggis­íbúð­ir að Eir­hömr­um hafa stað­ið yfir í vet­ur. End­ur­bæt­urn­ar fela í sér ýmis kon­ar að­stöðu fyr­ir eldri borg­ara. Þar má nefna fönd­ur­rými, dag­vist­un, rými fyr­ir hár­greiðslu­stofu og fótsnyrt­ingu og svo end­ur­bætt­ir mat­sal­ir. Auk fé­lags­starfs­ins fer fram fjöl­breytt starf­semi í hús­inu, þar er mið­stöð fé­lags­legr­ar  heima­þjón­ustu í Mos­fells­bæ.

Þjón­usta við eldri borg­ara er stór­bætt með þess­ari nýju að­stöðu en einn­ig verð­ur nýtt 30 rýma hjúkr­un­ar­heim­ili tek­ið í notk­un í Mos­fells­bæ inn­an fárra vikna.

Sam­st­arf FaMos og fé­lags­starfs­ins Mos­fells­bær og FaMos, Fé­lag aldr­aðra í Mos­fells­bæ og ná­grenni,  nd­ir­rit­uðu sam­starfs­samn­ing af þessu til­efni. Samn­ing­inn und­ir­rit­uðu Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og Ragn­heið­ur Stephen­sen formað­ur FaMos.

„Tíma­mót­in sem við fögn­um í dag eru lang­þráð. Aukin og bætt að­staða fyr­ir þá starf­semi sem fer fram í þágu eldri borg­ara er tíma­bær fyr­ir mar­gra hluta sak­ir en um­tals­verð fjölg­un hef­ur orð­ið í ald­urs­hópn­um 67 ára og eldri á und­an­förn­um árum. Gert er ráð fyr­ir að sú fjölg­un muni marg­faldast á næstu árum. Mikl­ar vænt­ing­ar eru bundn­ar við að sam­st­arf FaMos og fé­lags­starfs eldri borg­ara stuðli að fjöl­breyttu og blóm­legu starfi í hús­inu fyr­ir eldri borg­ara í Mos­fells­bæ,“ sagði Har­ald­ur Sverris­son.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00