Opið hús hjá skólaskrifstofu - Jafnrétti og tækifæri fyrir alla
Opið hús HJÁ SKÓLASKRIFSTOFU MOSFELLSBÆJAR- Jafnrétti og tækifæri fyrir alla. Á Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar ÞRIÐJUDAGINN 19. MARS kl: 20-21 verður sjónum beint að jafnrétti í sinni víðustu mynd. Eiga allir jöfn tækifæri? Er virk jafnréttisfræðsla í gangi á öllum skólastigum? Erum við föst í bleikum og bláum boxum? Hvaða áhrif hefur þetta á börnin okkar? Hvert er hlutverk okkar sem foreldra?
Mottudagurinn 2013. Sýnum stuðning - tökum þátt.
Í tilefni af Mottudeginum hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn til að halda upp á daginn og leyfa karlmennskunni að skína! Starfsfólk bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar tekur að sjálfsögðu þátt í þessu þarfa átaki og hvetur starfsfólk á öðrum vinnustöðum í Mosfellsbæ til að gera slíkt hið sama. Við minnum einnig á áheitasöfnunina á www.mottumars.is. Styrkjum gott málefni !
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2013 - 2014
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2013-14 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Frá 08. mars til 20. mars er innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2013 og skulu nemendur sækja grunnskóla eftir búsetu (sjá nánar reglur um skiptingu skólasvæða á vef Mosfellsbæjar www.mos.is).
Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar - Jafnrétti og tækifæri fyrir alla
Opið hús hjá skólaskrifstofu Mosfellsbæjar – Jafnrétti og tækifæri fyrir alla. Á Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar ÞRIÐJUDAGINN 19. MARS kl: 20-21 verður sjónum beint að jafnrétti í sinni víðustu mynd. Eiga allir jöfn tækifæri? Er virk jafnréttisfræðsla í gangi á öllum skólastigum? Erum við föst í bleikum og bláum boxum? Hvaða áhrif hefur þetta á börnin okkar? Hvert er hlutverk okkar sem foreldra?
Kærleikspúðar frá Vinnustofum Skálatúns
Vikuna 17. – 24. febrúar var haldin Kærleiksvika í Mosfellsbæ.
Ungmenni Varmárskóla stóðu sig vel í Skólahreysti
Varmárskóli stóð sig með mikilli prýði í Skólahreysti jafnt keppendur sem áhorfendur.
Tilkynning til foreldra frá framkvæmdastjóra almannavarna
Eftirfarandi tilkynning hefur verið send til foreldra skólabarna og starfsmanna skóla á höfuðborgarsvæðinu:
Heilsurækt og útivist um uppsveitir Mosfellsbæ
Skipulagðar hjóla- og gönguferðir í samvinnu við Mosfellsbæ
Skemmtileg stemmning á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar á mottudeginum
Starfsfólk Mosfellsbæjar konur jafnt sem karlar skörtuðu mottum og leyfðu karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr.
Stórikriki 29-37, tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Tillaga um að breyta 5 einbýlislóðum í parhúsalóðir. Athugasemdafrestur er til og með 26. apríl 2013
Íþrótta- og tómstundanefnd auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna 2013
Íþrótta- og tómstundanefnd auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir.
Mosfellsbær tekur þátt í atvinnuátaki
Mosfellsbær og velferðarráðuneytið hafa undirritað samning um verkefnið Vinna og virkni – átak til atvinnu 2013. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins tímabilið 1. september 2012 til 31. desember 2013, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði.
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2013
Fer fram fimmtudaginn 7. mars í Lágafellsskóla og hefst kl. 20:00.
Mosfellingar orðnir 9000
Edward Leví Einarsson fæddist í Mosfellsbæ 15. janúar 2013 og þar með eru íbúar Mosfellsbæjar orðnir 9000 talsins. Hann er sonur Ingunnar Stefánsdóttur leikskólakennara á Reykjakoti og Einars Hreins Ólafssonar starfsmanns á Reykjalundi og á eina systur og tvo bræður. Edward Leví fæddist heima hjá sér í Reykjabyggð og getur því með sanni kallast innfæddur Mosfellingur.
Mosfellingar ánægðir með bæinn sinn
Fyrirtækið Capacent gerði þjónustukönnun meðal sveitarfélaga október og nóvember árið 2012. Þar voru íbúar Mosfellsbæjar beðnir að meta hversu ánægðir þeir væru með Mosfellsbæ sem stað til að búa á. Skemmst er frá því að segja að yfir 93% kváðust vera ánægðir. Mosfellsbær er samkvæmt þessu í öðru sæti af 16 stærstu sveitarfélögunum landsins.
Mosfellsbær í 10. Sæti í Lífshlaupinu
Mosfellsbær hefur tekið virkan þátt í verkefninu síðastliðin ár og á nokkra verðlaunagripi í safninu. Ýmis fyrirtæki og stofnanir í bænum hafa tekið þátt, og hafa grunnskólar bæjarins iðulega verið meðal efstu skólum á landinu. Í ár lentu Varmárskóli og Lágafellsskóli í 4. og 5. sæti í sínum flokki verður að teljast frábær árangur.
Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni 2013
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í hátíðarsal Lágafellsskóla fimmtudagskvöldið 7. mars.
Opnun sýningar ,, ÓBEISLAÐIR KRAFTAR" í Listasal Mosfellsbæjar.
Næstkomandi laugardag, þann 9. mars, kl. 13-15 mun Kristín Tryggvadóttir opna sýningu sína ,, ÓBEISLAÐIR KRAFTAR” í Listasal Mosfellsbæjar. ,,Þessi sýning ÓBEISLAÐIR KRAFTAR er afrakstur vinnu síðastliðinna tveggja ára þar sem efnisnotkun er aðallega olía, blek, kol og ýmis fljótandi efni, sem gefa oft af sér undraverð áhrif og efniskennd í verkin.
Kántrý Mos í Bæjarleikhúsinu
Föstudaginn 8. mars verður sýningin KÁNTRÝ MOS frumsýnd hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Leikstjóri er Þórunn Lárusdóttir og höfundur María Guðmundsdóttir. Um tónlist sér Birgir Haraldsson ásamt hljómsveit. Miðapantanir í síma 566 7788 og miðaverð krónur 2000. Leikritið gerist í Mosfellsbæ og
Útvarp Einar fagnar þrjátíu ára afmæli félagsmiðstöðvarinnar Bólsins
Útvarp Einar fagnar 30. ára afmæli Bólsins dagana 15. – 22. mars á FM-106,5.