Mosfellsbær hefur tekið virkan þátt í verkefninu síðastliðin ár og á nokkra verðlaunagripi í safninu. Ýmis fyrirtæki og stofnanir í bænum hafa tekið þátt, og hafa grunnskólar bæjarins iðulega verið meðal efstu skólum á landinu. Í ár lentu Varmárskóli og Lágafellsskóli í 4. og 5. sæti í sínum flokki verður að teljast frábær árangur.
Mosfellsbær hefur tekið virkan þátt í verkefninu síðastliðin ár og á nokkra verðlaunagripi í safninu. Ýmis fyrirtæki og stofnanir í bænum hafa tekið þátt, og hafa grunnskólar bæjarins iðulega verið meðal efstu skólum á landinu.
Í ár lentu Varmárskóli og Lágafellsskóli í 4. og 5. sæti í sínum flokki verður að teljast frábær árangur.
Auk þess náði Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar 5. sæti m.v. fjölda mínútna í sínum flokki, en þar kepptu um 103 fyrirtæki og stofnanir.
Starfsfólk skólastofnana í Mosfellsbæ var einnig virkt í átakinu og þar náði starfsfólk Varmárskóla 6. sæti og starfsfólk Lágafellsskóla 8. sæti í sínum flokki.
Auk þess tók starfsfólk Framhaldsskóla Mosfellsbæjar, Rauðakrosshússins, World Class, Flókakonunnar, hársnyrtistofunnar Pílus, Lágafellslaugar, íþróttamiðsvöðvarinnar við Varmá og þjónustumiðstöðvar Mosfellsbæjar þátt með góðum árangri.
Það er því ljóst að Heilsubærinn Mosfellsbær ber það nafn með sóma.