Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. mars 2013

Út­varp Ein­ar fagn­ar 30. ára af­mæli Bóls­ins dag­ana 15. – 22. mars á FM-106,5.

Í til­efni þess að Fé­lags­mið­stöðin Ból er þrjá­tíu ára í ár ætl­um við að gera margt skemmti­legt og rifja upp gamla takta. Þess vegna var ma. haf­ist handa fyrr í vet­ur við að end­ur­vekja út­varps­stöð­ina Ein­ar í nokkra daga. Ung­ling­arn­ir okk­ar munu sjá um þátta­stjórn og hafa til dæm­is feng­ið fræga út­varps­menn til að að­stoða sig við þátta­gerð. Ekki missa af þess­ari frá­bæru skemmt­un.

Það er alltaf eitt­hvað að gerast í Ból­inu, t.d. opið hús, þar er hægt að spila bill­i­ard, borð­tenn­is og fl., horfa á sjón­varp­ið, syngja í kara­okee, spjalla og ým­is­legt ann­að. Fast­ir lið­ir eru árs­há­tíð Bóls­ins, spurn­inga­keppni, söngv­akeppni, fræðslu­kvöld, stjörnu­leik­ur­inn, ferð­ir og ým­is­legt ann­að. All­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar er hægt að nálg­ast hjá okk­ur í Ból­inu.

For­eldr­ar eru vel­komn­ir í heim­sókn í Ból­ið og þar geta þeir kynnt sér starf­sem­ina, einn­ig eru hald­in sér­stök for­eldra­kvöld þar sem for­eldr­ar eru hvatt­ir til að mæta með ung­ling­un­um sín­um og kynn­ast þeirra um­hverfi og hafa það gam­an sam­an.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00