Útvarp Einar fagnar 30. ára afmæli Bólsins dagana 15. – 22. mars á FM-106,5.
Í tilefni þess að Félagsmiðstöðin Ból er þrjátíu ára í ár ætlum við að gera margt skemmtilegt og rifja upp gamla takta. Þess vegna var ma. hafist handa fyrr í vetur við að endurvekja útvarpsstöðina Einar í nokkra daga. Unglingarnir okkar munu sjá um þáttastjórn og hafa til dæmis fengið fræga útvarpsmenn til að aðstoða sig við þáttagerð. Ekki missa af þessari frábæru skemmtun.
Það er alltaf eitthvað að gerast í Bólinu, t.d. opið hús, þar er hægt að spila billiard, borðtennis og fl., horfa á sjónvarpið, syngja í karaokee, spjalla og ýmislegt annað. Fastir liðir eru árshátíð Bólsins, spurningakeppni, söngvakeppni, fræðslukvöld, stjörnuleikurinn, ferðir og ýmislegt annað. Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá okkur í Bólinu.
Foreldrar eru velkomnir í heimsókn í Bólið og þar geta þeir kynnt sér starfsemina, einnig eru haldin sérstök foreldrakvöld þar sem foreldrar eru hvattir til að mæta með unglingunum sínum og kynnast þeirra umhverfi og hafa það gaman saman.
Tengt efni
Spennandi klúbba- og smiðjusumar fyrir 10-12 ára
Á miðvikudögum í sumar (júní og júlí) býður félagsmiðstöðin Bólið upp á klúbba/smiðjur af ýmsu tagi fyrir börn í 5.-7. bekk (10 til 12 ára).
Félagsmiðstöðin Ból á þrjátíu ára afmæli í dag
Í tilefni þess að félagsmiðstöðin Ból á 30 ára afmæli er öllum boðið að koma í heimsókn í dag, föstudaginn 6. desember, kl. 15:00 – 17:00.
Bólið opnar útibú í Lágafellsskóla
Opnunarhátíð Félagsmiðstöðvarinnar Bólsins við Lágafellskóla var haldin 2. október.