Mosfellsbær og velferðarráðuneytið hafa undirritað samning um verkefnið Vinna og virkni – átak til atvinnu 2013. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins tímabilið 1. september 2012 til 31. desember 2013, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði.
Mosfellsbær og velferðarráðuneytið hafa undirritað samning um verkefnið Vinna og virkni – átak til atvinnu 2013. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins tímabilið 1. september 2012 til 31. desember 2013, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði.
Ennfremur er markmið verkefnisins að koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni. Átakinu er ætlað að skapa að lágmarki 2.200 sex mánaða störf á landsvísu.
Miðað er við að sveitarfélögin á landinu skapi 660 störf eða 30%, ríkið skapi 10% starfanna og almenni vinnumarkaðurinn 60%. Það fellur því í hlut Mosfellsbæjar að skapa 19 störf. Um er að ræða tímabundin störf
Samhliða því verður lögð áhersla á að atvinnuleitendum verði kynntur sá kostur að þeir leiti sjálfir að störfum sem geta fallið undir átakið, ásamt því að atvinnurekendum verði kynnt tækifærin sem felast í úrræðinu.
Frétt tekin af www.mosfellingur.is