Edward Leví Einarsson fæddist í Mosfellsbæ 15. janúar 2013 og þar með eru íbúar Mosfellsbæjar orðnir 9000 talsins. Hann er sonur Ingunnar Stefánsdóttur leikskólakennara á Reykjakoti og Einars Hreins Ólafssonar starfsmanns á Reykjalundi og á eina systur og tvo bræður. Edward Leví fæddist heima hjá sér í Reykjabyggð og getur því með sanni kallast innfæddur Mosfellingur.
Edward Leví Einarsson fæddist í Mosfellsbæ 15. janúar 2013 og þar með eru íbúar Mosfellsbæjar orðnir 9000 talsins. Hann er sonur Ingunnar Stefánsdóttur leikskólakennara á Reykjakoti og Einars Hreins Ólafssonar starfsmanns á Reykjalundi og á eina systur og tvo bræður. Edward Leví fæddist heima hjá sér í Reykjabyggð og getur því með sanni kallast innfæddur Mosfellingur.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri heimsótti Edward Leví og fjölskyldu hans á dögunum og færði þeim minjagrip af þessu tilefni og sögu Mosfellsbæjar.
Á áttunda áratug 20. aldar fjölgaði fólki mjög ört í sveitinni, einkum í kjölfar Vestmannaeyjagossins árið 1973 en fyrir það voru íbúar Mosfellssveitar einungis um þúsund. Þá var Vesturlandsvegurinn fullgerður árið 1972 og hafði sín áhrif á fjölgun íbúa. Árið 1988 fleyttu mosfellsku fjórburarnir íbúafjölda Mosfellsbæjar yfir fjögur þúsund. Í dag eru svo Mosfellingar orðnir 9000 talsins.
Mynd: Haraldur bæjarstjóri, Ingunn, Edward Leví, Einar Hreinn og stóri bróðirinn Ólafur Nói.
Frétt úr www.mosfellingur.is