Næstkomandi laugardag, þann 9. mars, kl. 13-15 mun Kristín Tryggvadóttir opna sýningu sína ,, ÓBEISLAÐIR KRAFTAR” í Listasal Mosfellsbæjar. ,,Þessi sýning ÓBEISLAÐIR KRAFTAR er afrakstur vinnu síðastliðinna tveggja ára þar sem efnisnotkun er aðallega olía, blek, kol og ýmis fljótandi efni, sem gefa oft af sér undraverð áhrif og efniskennd í verkin.
Næstkomandi laugardag, þann 9. mars, kl. 13-15 mun Kristín Tryggvadóttir opna sýningu sína ,, ÓBEISLAÐIR KRAFTAR” í Listasal Mosfellsbæjar.
,,Þessi sýning ÓBEISLAÐIR KRAFTAR er afrakstur vinnu síðastliðinna tveggja ára þar sem efnisnotkun er aðallega olía, blek, kol og ýmis fljótandi efni, sem gefa oft af sér undraverð áhrif og efniskennd í verkin. Óbeislaður kraftur má segja að sé ofarlega í huga mér nú, þar fæst ég við aðdráttaraflið og togkraftinn og umbreytingu efnisins með slitrur sem teygja sig til hins óþekkta og óorðna – hver breyting leiðir til einhvers nýs veruleika – en hve lengi varir það í hraða umbreytinganna. Ég hef undanfarið unnið með mjög stóra striga og gefa þessir stóru fletir mér aukið rými og frelsi til mikillar tjáningar og vinn ég undir áhrifum kröftugrar tónlistar sem er ómissandi þáttur í ferlinu.
Ég er félagi í SÍM, Sambandi íslenskra myndlistarmanna og tók síðast boði þeirra með þátttöku í smámyndasýningu um síðustu jól. ” – Kristín Tryggvadóttir
Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Sýningin mun standa til 5. apríl og er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins