Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Varmár­skóli stóð sig með mik­illi prýði í Skóla­hreysti jafnt kepp­end­ur sem áhorf­end­ur.

Varmár­skóli kom ör­lít­ið seinna en hinir skól­arn­ir í hús og var frek­ar ró­leg stemm­ing í hús­inu en um leið og krakk­arn­ir komu í sal­inn þá ætl­aði allt um koll að keyra því­lík­ur há­vaði, söng­ur og gleði. Þann­ig leið dag­ur­inn og ljós­mynd­ar­ar og mynda­töku­menn voru alltaf ná­lægt krökk­un­um úr Varmár­skóla því þar var líf­ið.

Kepp­end­ur stóðu sig með mik­illi prýði og voru ná­lægt sínu besta í sín­um grein­um. Þórdís Rögn tók þátt í arm­beygj­um og hreystigreip og tók 37 arm­beygj­ur og hékk í 3 mín­út­ur og 11 sek­únd­ur. Al­ex­and­er Sig­urðs­son tók þátt í upp­hýf­ing­um og dýf­um. Hann tók 32 upp­hýf­ing­ar og 29 dýf­ur. Í hraða­braut­inni fóru Axel og Kristín Þóra úr 9. bekk og voru 2:31 mín­útu að fara braut­ina. Axel vakti mikla at­hygli fyr­ir góð­an ár­ang­ur í hraða­braut­inni og fór hana á ein­um hrað­asta tíma sem far­inn hef­ur ver­ið.

Mik­ill mögu­leiki er að við för­um í úr­slit­in í Höll­inni 2. maí en þang­að fara tveir stiga­hæstu skól­arn­ir sem lenda í öðru sæti.

Úr­slit voru að Linda­skóli sigr­aði með 79 stig, Varmár­skóli varð í öðru sæti með 73 stig og í þriðja sæti varð Lága­fells­skóli með 72 stig.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00