Varmárskóli stóð sig með mikilli prýði í Skólahreysti jafnt keppendur sem áhorfendur.
Varmárskóli kom örlítið seinna en hinir skólarnir í hús og var frekar róleg stemming í húsinu en um leið og krakkarnir komu í salinn þá ætlaði allt um koll að keyra þvílíkur hávaði, söngur og gleði. Þannig leið dagurinn og ljósmyndarar og myndatökumenn voru alltaf nálægt krökkunum úr Varmárskóla því þar var lífið.
Keppendur stóðu sig með mikilli prýði og voru nálægt sínu besta í sínum greinum. Þórdís Rögn tók þátt í armbeygjum og hreystigreip og tók 37 armbeygjur og hékk í 3 mínútur og 11 sekúndur. Alexander Sigurðsson tók þátt í upphýfingum og dýfum. Hann tók 32 upphýfingar og 29 dýfur. Í hraðabrautinni fóru Axel og Kristín Þóra úr 9. bekk og voru 2:31 mínútu að fara brautina. Axel vakti mikla athygli fyrir góðan árangur í hraðabrautinni og fór hana á einum hraðasta tíma sem farinn hefur verið.
Mikill möguleiki er að við förum í úrslitin í Höllinni 2. maí en þangað fara tveir stigahæstu skólarnir sem lenda í öðru sæti.
Úrslit voru að Lindaskóli sigraði með 79 stig, Varmárskóli varð í öðru sæti með 73 stig og í þriðja sæti varð Lágafellsskóli með 72 stig.
Tengt efni
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar