Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. mars 2013

Vik­una 17. – 24. fe­brú­ar var hald­in Kær­leiksvika í Mos­fells­bæ.

Af því til­efni tók starfs­fólk Vinnu­stofa Skála­túns sig til og hann­aði og saumaði sér­staka Kær­leik­s­púða. Púð­arn­ir eru með renni­lás og inn í þá voru sett út­klippt hjörtu sem á voru skrif­uð kær­leikskorn og spak­mæli. Öll heim­ili og skrif­stofa Skála­túns­heim­il­is­ins fengu síð­an hvert sinn púða fyllta með spak­mæl­um fyr­ir alla íbúa, starfs­menn og gesti. Til stend­ur að halda áfram með þetta verk­efni og hafa púð­ana til sölu t.d. til brúð­ar­gjafa.

Vor­boð­inn, kór eldri borg­ara í Mos­fells­bæ hef­ur hald­ið jóla­tón­leika fyr­ir heim­il­is­fólk og starfs­menn Skála­túns­heim­il­is­ins á að­vent­unni síð­ustu ár. Var því ákveð­ið að færa þess­um velunn­ur­um heim­il­is­ins gjöf í tengsl­um við kær­leiksvik­una. Kór­inn er með æf­ing­ar á mánu­dög­um í Safn­að­ar­heim­ili Lága­fells­kirkju og var ákveð­ið að koma þeim á óvart á æf­ingu og færa þeim Kær­leik­s­púða og glerl­ista­verk að gjöf. Kór­fé­lag­ar þökk­uðu fyr­ir sig með því að taka lag­ið.

Kristín Þórð­ar­dótt­ir og Sigrún Lóa Ár­manns­dótt­ir starfs­menn Vinnu­stofa Skála­túns af­henda Úlf­hildi Geirs­dótt­ur Kær­leik­s­púða og glerl­ista­verk.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00