Af því tilefni tók starfsfólk Vinnustofa Skálatúns sig til og hannaði og saumaði sérstaka Kærleikspúða. Púðarnir eru með rennilás og inn í þá voru sett útklippt hjörtu sem á voru skrifuð kærleikskorn og spakmæli. Öll heimili og skrifstofa Skálatúnsheimilisins fengu síðan hvert sinn púða fyllta með spakmælum fyrir alla íbúa, starfsmenn og gesti. Til stendur að halda áfram með þetta verkefni og hafa púðana til sölu t.d. til brúðargjafa.
Vorboðinn, kór eldri borgara í Mosfellsbæ hefur haldið jólatónleika fyrir heimilisfólk og starfsmenn Skálatúnsheimilisins á aðventunni síðustu ár. Var því ákveðið að færa þessum velunnurum heimilisins gjöf í tengslum við kærleiksvikuna. Kórinn er með æfingar á mánudögum í Safnaðarheimili Lágafellskirkju og var ákveðið að koma þeim á óvart á æfingu og færa þeim Kærleikspúða og glerlistaverk að gjöf. Kórfélagar þökkuðu fyrir sig með því að taka lagið.
Kristín Þórðardóttir og Sigrún Lóa Ármannsdóttir starfsmenn Vinnustofa Skálatúns afhenda Úlfhildi Geirsdóttur Kærleikspúða og glerlistaverk.