Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. ágúst 2024

Fé­lags­starf­ið í Mos­fells­bæ fékk í dag Brú­ar­land til af­nota fyr­ir starf sitt. Þá mun fé­lag aldr­aðra í Mos­fells­bæ (FaMos) einn­ig fá að­stöðu í hús­inu.

Í dag var Brú­ar­land form­lega af­hent fé­lags­starf­inu í Mos­fells­bæ og FaMos við há­tíð­lega at­höfn þar sem Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar flutti ávarp og fór yfir sögu húss­ins. Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri, Jón­as Sig­urðs­son formað­ur FaMos og Elva Björg Páls­dótt­ir for­stöðu­mað­ur fé­lags­starfs­ins klipptu síð­an á borða sem tákn um opn­un húss­ins.

Brú­ar­land hef­ur ávallt haft mik­il­vægt hlut­verk í sögu bæj­ar­ins. Til­komu þess má rekja til Kven­fé­lags Lága­fells­sókn­ar sem var með það sem bar­áttu­mál að byggt yrði nýtt sam­komu- og skóla­hús í Mos­fells­sveit. Tíu árum eft­ir að hreyft var við hug­mynd­inni árið 1922 var hús­ið tek­ið í notk­un.

Brú­ar­land þótti eitt glæsi­leg­asta barna­skóla­hús í sveit á Ís­landi á sín­um tíma og þar var einn­ig sím­stöð og fé­lags­heim­ili. Árið 1929 var byggt ofan á hús­ið og var það rými hugsað sem skóla­stofa, heima­vist og skóla­stjóra­í­búð. Brú­ar­land var ekki ein­göngu skóli held­ur mið­stöð sam­komu­halds í sveit­ar­fé­lag­inu allt þar til fé­lags­heim­il­ið Hlé­garð­ur var vígt árið 1951. Eft­ir að Varmár­skóli var byggð­ur og tek­inn í notk­un árið 1962 var Brú­ar­land þó áfram notað til kennslu. Brú­ar­land var tón­list­ar­skóli allt til árs­ins 2000. Þá var Fram­halds­skóli Mos­fells­bæj­ar í hús­inu frá 2009 til 2013. Frá ár­inu 2016 var úti­bú frá Varmár­skóla og má segja að það hafi ver­ið fyrstu skref­in að stofn­un Helga­fells­skóla sem var tek­inn í notk­un árið 2019.

Unn­ið hef­ur ver­ið að end­ur­bót­um á Brú­ar­landi und­an­far­ið ár og nú er það fé­lags­starf­ið sem fær af­not af Brú­ar­landi fyr­ir starf­semi sína sem mun von­andi efla enn frek­ar starf­ið og auka fjöl­breytni þess. Áfram verð­ur fé­lags­st­arf í Eir­hömr­um auk þess sem þar er veitt ým­iss þjón­usta við íbúa og aðra bæj­ar­búa.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00