Á hátíðardagskrá sem haldin var í Hlégarði í gær í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima var sex starfsmönnum veittur þakklætisvottur fyrir vel unnin störf í tengslum við 25 ára starfsafmæli þeirra hjá Mosfellsbæ. Það voru þau Hrafnhildur Svendsen kennari við Lágafellsskóla, Jón Eiríksson kennari við Lágafellsskóla, Þór Sigurþórsson byggingartæknifræðingur á skrifstofu umhverfissviðs, Þóra Ösp Magnúsdóttir leiðbeinandi í Leikskólanum Reykjakoti, Þuríður Stefánsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Huldubergi og Ásta Sif Jóhannsdóttir félagsliði á búsetukjarnanum Norðurhlíð.
Mynd (frá vinstri): Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Þór Sigurþórsson, Hrafnhildur Svendsen, Jón Eiríksson, Þuríður Stefánsdóttir og Þóra Ösp Magnúsdóttir.