Á hátíðardagskrá sem haldin var í Hlégarði í gær í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima var sex starfsmönnum veittur þakklætisvottur fyrir vel unnin störf í tengslum við 25 ára starfsafmæli þeirra hjá Mosfellsbæ. Það voru þau Hrafnhildur Svendsen kennari við Lágafellsskóla, Jón Eiríksson kennari við Lágafellsskóla, Þór Sigurþórsson byggingartæknifræðingur á skrifstofu umhverfissviðs, Þóra Ösp Magnúsdóttir leiðbeinandi í Leikskólanum Reykjakoti, Þuríður Stefánsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Huldubergi og Ásta Sif Jóhannsdóttir félagsliði á búsetukjarnanum Norðurhlíð.
Mynd (frá vinstri): Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Þór Sigurþórsson, Hrafnhildur Svendsen, Jón Eiríksson, Þuríður Stefánsdóttir og Þóra Ösp Magnúsdóttir.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði