Venju samkvæmt fór Tindahlaup Mosfellsbæjar fram á bæjarhátíðinni Í túninu heima þann 31. ágúst síðastliðinn.
Hlaupið var haldið í 15. sinn í ár og var metþátttaka, en 473 tóku þátt í hlaupinu sem er krefjandi og skemmtilegt utanvegahlaup á fellin í Mosfellsbæ þar sem hlauparar geta valið úr fjórum leiðum, þ.e. 1, 3, 5 eða 7 tindum.
Veðrið var krefjandi en þátttakendur létu það ekki hafa áhrif á sig og voru þó nokkrir sem fengu heiðurstitilinn Tindahöfðingi. Til þess þarf að hlaupa allar fjórar vegalengdirnar yfir fjögur eða fleiri ár. Yngsti Tindahöfðingi sögunnar hlaut nafnbótina á laugardaginn þegar Jón Gauti Grétarsson náði þeim áfanga aðeins 15 ára gamall. Það gerði hann ásamt föður sínum Grétari Páli Jónssyni sem varð Tindahöfðingi í annað sinn. Jón Gauti ákvað að fylgja Grétari föður sínum árið 2021 þá 12 ára í 1 tind sem er 12km leið og eftir það var ekki aftur snúið og kláruðu þeir 7 tindana á laugardaginn sem er 38,2 km leið með hækkun uppá 1822m.
Mynd 1: Tindahöfðinginn Jón Gauti 15 ára
Mynd 2: Feðgarnir Jón Gauti og Grétar Páll
Þá er einnig gaman að segja frá því að sigurvegararnir í 7 tindum í karla- og kvennaflokki eru hjónin Sigurjón Ernir og Simona. Sigurjón bætti brautarmetið einnig um 10 mínútur þegar hann kláraði á 3:32:07.
Úrslit Tindahlaupsins
7 Tindar KVK
- Simona Vareikaite 5:00:32
- Védís Ólafsdóttir 5:18:39
- Björk Jóhannsdóttir 5:33:42
7 Tindar KK
- Sigurjón Ernir 3:32:07
- Jón Gunnar Gunanrsson 4:19:06
- Helgi Halldórsson 4:25:04
5 Tindar KVK
- Elísa Kristinsdóttir 3:43:42
- Sif Sumarliðadóttir 4:03:51
- Noemi Löw 4:13:56
5 Tindar KK
- Tryggvi Stefánsson 3:33:19
- Viktor Vigfússon 3:43:45
- Sigurður Kiernan 3:43:46
3 Tindar KVK
- Steinunn Lilja Pétursdóttir 1:52:59
- Dalrós Inga Ingadóttir 2:05:51
- Hulda Kristin Helgadóttir 2:06:17
3 Tindar KK
- Gísli Björn Helgason 1:46:08
- Einar Sigurjónsson 1:46:40
- Björn Snær Atlason 1:49:14
1 Tindur KVK
- Sonja Sif Jóhannsdóttir 1:12:33
- Oktavia Jóhannsdóttir 1:12:51
- Þórey Hákonardóttir 1:15:57
1 Tindur KK
- Fannar Baldvinsson 1:03:32
- Daniel Snær Eyþórsson 1:06:14
- Snorri Freyr Ákason 1:07:33
Tengt efni
Vel heppnað Tindahlaup 2021
Tindahlaup Mosfellsbæjar fór fram laugardaginn 28. ágúst sl.
Í túninu heima 2020 og Tindahlaupi Mosfellsbæjar aflýst
Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í dag eftir tillögu neyðarstjórnar bæjarins sem samþykkt var á fundi menningar- og nýsköpunarnefndar þ. 11. ágúst að aflýsa bæjarhátíðinni Í túninu heima 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19.
Jeep verður aðalstyrktaraðili Tindahlaups Mosfellsbæjar 2017
Tindahlaup Mosfellsbæjar fer fram laugardaginn 26. ágúst, á bæjarhátíðinni Í túninu heima.