Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. september 2024

Venju sam­kvæmt fór Tinda­hlaup Mos­fells­bæj­ar fram á bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima þann 31. ág­úst síð­ast­lið­inn.

Hlaup­ið var hald­ið í 15. sinn í ár og var met­þátttaka, en 473 tóku þátt í hlaup­inu sem er krefj­andi og skemmti­legt ut­an­vega­hlaup á fellin í Mos­fells­bæ þar sem hlaup­ar­ar geta val­ið úr fjór­um leið­um, þ.e. 1, 3, 5 eða 7 tind­um.

Veðr­ið var krefj­andi en þátt­tak­end­ur létu það ekki hafa áhrif á sig og voru þó nokkr­ir sem fengu heið­ur­stitil­inn Tinda­höfð­ingi. Til þess þarf að hlaupa all­ar fjór­ar vega­lengd­irn­ar yfir fjög­ur eða fleiri ár. Yngsti Tinda­höfð­ingi sög­unn­ar hlaut nafn­bót­ina á laug­ar­dag­inn þeg­ar Jón Gauti Grét­ars­son náði þeim áfanga að­eins 15 ára gam­all. Það gerði hann ásamt föð­ur sín­um Grét­ari Páli Jóns­syni sem varð Tinda­höfð­ingi í ann­að sinn. Jón Gauti ákvað að fylgja Grét­ari föð­ur sín­um árið 2021 þá 12 ára í 1 tind sem er 12km leið og eft­ir það var ekki aft­ur snú­ið og klár­uðu þeir 7 tind­ana á laug­ar­dag­inn sem er 38,2 km leið með hækk­un uppá 1822m.

Mynd 1: Tinda­höfð­ing­inn Jón Gauti 15 ára
Mynd 2: Feðg­arn­ir Jón Gauti og Grét­ar Páll

Þá er einn­ig gam­an að segja frá því að sig­ur­veg­ar­arn­ir í 7 tind­um í karla- og kvenna­flokki eru hjón­in Sig­ur­jón Ern­ir og Simona. Sig­ur­jón bætti braut­ar­met­ið einn­ig um 10 mín­út­ur þeg­ar hann klár­aði á 3:32:07.

Úr­slit Tinda­hlaups­ins

7 Tind­ar KVK

  1. Simona Va­reikaite 5:00:32
  2. Védís Ólafs­dótt­ir 5:18:39
  3. Björk Jó­hanns­dótt­ir 5:33:42

7 Tind­ar KK

  1. Sig­ur­jón Ern­ir 3:32:07
  2. Jón Gunn­ar Gun­an­rs­son 4:19:06
  3. Helgi Hall­dórs­son 4:25:04

5 Tind­ar KVK

  1. Elísa Krist­ins­dótt­ir 3:43:42
  2. Sif Sum­arliða­dótt­ir 4:03:51
  3. Noemi Löw 4:13:56

5 Tind­ar KK

  1. Tryggvi Stef­áns­son 3:33:19
  2. Vikt­or Vig­fús­son 3:43:45
  3. Sig­urð­ur Kiern­an 3:43:46

3 Tind­ar KVK

  1. Stein­unn Lilja Pét­urs­dótt­ir 1:52:59
  2. Dal­rós Inga Inga­dótt­ir 2:05:51
  3. Hulda Krist­in Helga­dótt­ir 2:06:17

3 Tind­ar KK

  1. Gísli Björn Helga­son 1:46:08
  2. Ein­ar Sig­ur­jóns­son 1:46:40
  3. Björn Snær Atla­son 1:49:14

1 Tind­ur KVK

  1. Sonja Sif Jó­hanns­dótt­ir 1:12:33
  2. Okta­via Jó­hanns­dótt­ir 1:12:51
  3. Þórey Há­kon­ar­dótt­ir 1:15:57

1 Tind­ur KK

  1. Fann­ar Bald­vins­son 1:03:32
  2. Daniel Snær Ey­þórs­son 1:06:14
  3. Snorri Freyr Áka­son 1:07:33

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00