Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. september 2024

Há­tíð­ar­dagskrá var í Hlé­garði fimmtu­dag­inn 29. ág­úst þar sem með­al ann­ars voru veitt­ar um­hverfis­við­ur­kenn­ing­ar.

Um­hverf­is­nefnd sá um val­ið og var það formað­ur nefnd­ar­inn­ar Örv­ar Jó­hanns­son ásamt Reyni Matth­ías­syni og Önnu Sig­ríði Guðna­dótt­ur full­trú­um um­hverf­is­nefnd­ar sem veittu við­ur­kenn­ing­ar með­al ann­ars fyr­ir tré árs­ins, íbúa­átak árs­ins og garð árs­ins.

Tré árs­ins 2024

Garða­hlyn­ur við Byggð­ar­holt 33. Ein­stak­lega fal­legt ein­stofna tré með stórri krónu í einkagarði. Það að finna svona stór­an og veg­leg­an hlyn í einkagarði í Mos­fells­bæ er ein­stakt. Al­mennt er garða­hlyn­ur ein­stofna tré með stóra krónu. Tréð get­ur orð­ið allt að 500 ára gam­alt og á ís­landi allt að 15 metra hátt. Þenn­an til­tekna garða­hlyn fengu hjón­in Guð­rún Eiðs­dótt­ir og Páll Reyn­is­son í sæng­ur­gjöf fyr­ir 35 árum þeg­ar son­ur þeirra Hlyn­ur fædd­ist. Hjón­in gátu því mið­ur ekki tek­ið á móti við­ur­kenn­ing­unni en son­ur þeirra hann Hlyn­ur kom og tók á móti henni.

Við­ur­kenn­ing fyr­ir íbúa­átak

Íbú­ar við Eini­teig og Ham­arsteig hafa tek­ið að sér um­hirðu op­ins græns svæð­is í miklu og góðu sam­starfi við Garð­yrkju­deild Mos­fells­bæj­ar. Forsprakki íbúa er María Há­kon­ar­dótt­ir sem hef­ur feng­ið aðra íbúa hverf­is­ins með sér í þetta verk­efni og öll taka þau þátt í að gróð­ur­setja fal­leg­ar teg­und­ir, slá gras og hirða og einn­ig hafa þau séð um að út­rýma kerfli. Með mik­illi vinnu hef­ur þeim tek­ist að ná tök­um á kerfl­in­um og búa til þetta fal­lega svæði. Íbú­ar eru sam­mála um að þau hjón­in María Há­kon­ar­dótt­ir og Erich Köpp­el eigi mest­an heið­ur að þessu svæði en öll­um þyk­ir þeim vænt um það. Íbú­ar hafa kom­ið með þá til­lögu að svæð­ið verði hér eft­ir kallað Maríu­lund­ur. María og Eric tóku á móti við­ur­kenn­ingu fyr­ir hönd íbúa.

Við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir fal­lega og vel hirta garða

Garð­ur árs­ins

Garð­ur árs­ins er garð­ur Nahla Rat­ana Lampha í Áslandi 14 en hann er vel hirt­ur, fal­leg­ur og í anda aust­ur­landa. Greini­legt er að mik­il natni fer í um­sjón garð­ar­ins en þar eru bæði fal­leg tré og plönt­ur inni í garð­in­um og sem vísa út á gang­stétt þann­ig að að­r­ir fái líka að njóta.

Auk þess fengu þrír að­r­ir garð­ar um­hverfis­við­ur­kenn­ing­ar:

  • Haga­land 5: Garð­ur Glicia Gomes og Jó­hann­es­ar B. Jó­hann­es­son­ar. Flott­ur garð­ur sem búið er að gera mik­ið fyr­ir síð­ustu ár.
  • Hjarða­land 3: Garð­ur Sigrún­ar Ástu Gunn­laugs­dótt­ur og Sveins Inga Sveins­son­ar. Marg­ar fal­leg­ar um­bæt­ur á síð­ustu 7 árum á garði sem var í nið­ur­níðslu.
  • Dala­tangi 19: Garð­ur Fjólu Guð­bjarg­ar Ing­þórs­dótt­ur og Gunn­ars Hann­es­ar Reyn­ars­son­ar. Fjöl­breytt­ur gróð­ur og fal­lega upp­sett­ur garð­ur, eig­end­ur hafa ver­ið dug­leg í fjölda mörg ár en þau fengu einn­ig við­ur­kenn­ingu árið 1993.

Mik­il vinna og áhugi felst í því að halda svona görð­um fal­leg­um. Það get­ur á köfl­um ver­ið krefj­andi á sumr­um eins og því sem er að líða, en all­ir garð­arn­ir eiga það sam­eig­in­legt að vera ein­stak­lega fal­leg­ir með fjöl­breytt­ar teg­und­ir og vel hirt­ir. Sú mikla vinna sem íbú­ar hafa lagt í garð­ana fer ekki milli mála.

Garður ársins Áslandi 14
Helgaland 5
Hjarðarland 3
Dalatangi 19

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00