Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Salóme Þor­kels­dótt­ir

Á há­tíð­ar­fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 9. ág­úst 2007 var sam­þykkt að gera Salome Þor­kels­dótt­ur að heið­urs­borg­ara Mos­fells­bæj­ar.

Salome Þor­kels­dótt­ir er fædd í Reykja­vík 3. júlí 1927 og voru for­eldr­ar henn­ar Þor­kell Sig­urðs­son og Anna Þor­björg Sig­urð­ar­dótt­ir.

Salome Þor­kels­dótt­ir lauk prófi frá Kvenna­skól­an­um í Reykja­vík 1945.

Salome gift­ist þann 22. fe­brú­ar 1947 Jóel Kristni Jó­els­syni (1921-2007), garð­yrkju­bónda. Þau eign­uð­ust þrjú börn, Önnu, Jóel Krist­inn og Þor­kel.

Salóme var kjörin í hrepps­nefnd Mos­fells­hrepps árið 1966 og sat þar til 1982. Hún var að­al­gjald­keri Mos­fells­hrepps 1972-1979, vara­odd­viti 1978-1981 og odd­viti 1981-1982. Salóme var formað­ur stjórn­ar Tjalda­nes­heim­il­is­ins 1974-1980 og formað­ur sam­taka sveit­ar­fé­laga í Reykja­nes­kjör­dæmi 1975-1979. Árið 1979 var hún kjörin á Al­þingi og sat á þingi til árs­ins 1995.

Störf Salome Þor­kels­dótt­ur fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið Mos­fells­bæ, sem og í þágu lands og þjóð­ar, skipa henni verð­ug­an sess með­al for­ystu­kvenna ís­lensks sam­fé­lags.


Jón M. Guð­munds­son (1920-2009)

Bæj­ar­stjórn sam­þykkti ein­róma á fundi sín­um 30. ág­úst 2000 að Jón M. Guð­munds­son yrði heið­urs­borg­ari Mos­fells­bæj­ar.

Með þess­um heiðri er lagt fram þakklæti sveit­ar­fé­lags­ins og við­ur­kenn­ig á hinu mik­il­væga fram­lagi Jóns til upp­bygg­ing­ar sveit­ar­fé­lags­ins en Jón var odd­viti Mos­fells­hrepps 1962-1981 og hrepp­stjóri 1984-1990.

Jón tók virk­an þátt í fé­lags­starfi inn­an og utan sveit­ar­fé­lags­ins og sat í stjórn­um fjöl­mar­gra fé­laga og sam­taka.

Jón M. Guð­munds­son fædd­ist í Reykja­vík 19. sept­em­ber 1920. For­eld­ara Jóns voru hjón­in Ingi­björg Pét­urs­dótt­ir (1892-1980), hús­freyja, og Guð­mund­ur Jóns­son (1890-1946), skip­stjóri og út­gerð­ar­mað­ur.

Þau festu kaup á jörð­inni Reykj­um í Mos­fells­sveit árið 1916 og fluttu þang­að árið 1926, þeg­ar Jón var fimm ára. Að loknu bú­fræði­prófi árið 1942 lagði hann stund á ali­fuglarækt við Uni­versity of Wiscons­in 1945-1947, í Sví­þjóð 1949 og Washington 1961. Jón var bóndi á Reykj­um í Mos­fells­sveit 1947-2000 og frum­kvöðull í ali­fuglarækt.

Jón var mik­ill hug­sjóna- og fé­lags­mála­mað­ur. Hann keppti í íþrótt­um og var virk­ur í íþrótta­hreyf­ing­unni, var m.a. sæmd­ur gull­merki FRÍ, heið­urs­merki Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands Ís­lands auk þess sem hann var heið­urs­fé­lagi í Ung­menna­fé­lag­inu Aft­ur­eld­ingu.


Halldór Kilj­an Lax­ness (1902-1998)

Nó­bels­verð­launa­skáld­ið Halldór Lax­ness var heið­urs­borg­ari Mos­fells­bæj­ar árið 1972 en hann bjó í Mos­fells­bæ alla sína tíð og sótti efni­við í marg­ar sög­ur sín­ar í Mos­fells­sveit.

Halldór Lax­ness er tengd­ur Mos­fells­sveit og -bæ órofa bönd­um. Hann ólst upp að Lax­nesi í Mos­fells­dal, kenndi sig alla tíð við bernsku­stöðv­ar sín­ar og sett­ist að í daln­um sem full­tíða mað­ur. Hann sá bernsku­ár sín í daln­um í hill­ing­um og í nokkr­um bóka sinna sæk­ir hann efni­við­inn í Mos­fells­sveit, einkum í Inn­ansveit­ar­kroniku og end­ur­minn­inga­bók­inni Í tún­inu heima.

Halldór Lax­ness fædd­ist 23. apríl 1902 í Reykja­vík. For­eldr­ar hans voru Sig­ríð­ur Hall­dórs­dótt­ir, hús­móð­ir, og Guð­jón Helgi Helga­son, vega­verk­stjóri og bóndi í Lax­nesi í Mos­fells­sveit.

Halldór lauk gagn­fræð­anámi 1918 og hóf nám í mennta­skóla. Hann hætti námi 1919, sama ár og hann gaf út Barn nátt­úr­unn­ar, fyrstu skáld­sögu sína. Hann hélt til náms er­lend­is, fyrst til Lúx­em­borg­ar og síð­an til London. Hann dvald­ist lang­dvöl­um utan Ís­lands en átti fast heim­ili að Gljúfra­steini í Mos­fells­sveit frá 1945.

Halldór Lax­ness fékk Bók­mennta­verð­laun Nó­bels 1955 en hann hlaut einn­ig fjölda ann­arra við­ur­kenn­inga og verð­launa.

Gljúfra­steinn, heim­ili og vinnu­stað­ur Hall­dórs, var breytt í safn og opn­að al­menn­ingi árið 2004.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00