Mál númer 202101312
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Kynning á stöðu sorpflokkunar og sorphirðu
Afgreiðsla 241. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. september 2023
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #241
Kynning á stöðu sorpflokkunar og sorphirðu
Katrín Dóra Þorsteinsdóttir kynnti stöðu sorpflokkunar og sorphirðu í Mosfellsbæ. Umræður teknar um málið.
- 20. júlí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1587
Kynning á stöðu innleiðingar nýja samræmda flokkunarkerfisins og dreifingu á nýjum tunnum til íbúa
Afgreiðsla 239. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
- 27. júní 2023
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #239
Kynning á stöðu innleiðingar nýja samræmda flokkunarkerfisins og dreifingu á nýjum tunnum til íbúa
Kynning á stöðu innleiðingar á nýju samræmdu flokkunarkerfi og dreifingar á tunnum til íbúa.
- 10. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #827
Staða innleiðingar kynnt fyrir umhverfisnefnd
Afgreiðsla 238. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 827. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. maí 2023
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #238
Staða innleiðingar kynnt fyrir umhverfisnefnd
Lagt fram til kynningar og rætt.
- 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Kynning á stöðu samræmdrar úrgangsflokkunar lögð fram til umfjöllunar.
Afgreiðsla 237. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #825
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um fyrirkomulag við innleiðingu hringrásarhagkerfis og aukinnar flokkunar íbúa Mosfellsbæjar, ásamt kostnaðaráætlun verkefnisins.
Afgreiðsla 1574. fundar bæjarráðs samþykkt á 825. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 30. mars 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1574
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um fyrirkomulag við innleiðingu hringrásarhagkerfis og aukinnar flokkunar íbúa Mosfellsbæjar, ásamt kostnaðaráætlun verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum kostnað við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 28. mars 2023
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #237
Kynning á stöðu samræmdrar úrgangsflokkunar lögð fram til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar og rætt.
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga um fyrirkomulag djúpgáma vegna sérsöfnunar úrgangs sem samráðshópur SSH hefur unnið að.
Afgreiðsla 236. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Kynning á vinnu samráðshóps um samræmda úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu
Afgreiðsla 228. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. júní 2022
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #228
Kynning á vinnu samráðshóps um samræmda úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu
Umhverfisstjóri kynnti tillögur samráðshóps um samræmda úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu. Umræður um málið.
- 23. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #799
Skýrsla um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar í samræmi við ákvörðun bæjarráðs á 1520. fundi.
Afgreiðsla 61. fundar ungmennaráðs samþykkt á 799. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. febrúar 2022
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #61
Skýrsla um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar í samræmi við ákvörðun bæjarráðs á 1520. fundi.
Á fundinn mætti Tómas Gíslason Umhverfisstjóri og kynnti verkefnið. Ungmennaráð þakkar góða kynningu og fagnar enn frekari flokkun í sveitarfélaginu.
- FylgiskjalMOS Fylgibréf til sveitarfélaga_stjorn ssh_535 fundur_Samræming úrgangsflokkunar.pdfFylgiskjalSamræming úrgangsflokkunar lokaskýrsla_jan.2022.pdfFylgiskjalMinnisblað - samræming úrgangsflokkunar - lok verkefnis.pdfFylgiskjalDrög_yfirlýsing um samræmingu úrgangsflokkunar og kynningarstarf.pdf
- 9. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #798
Skýrsla um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar. Jafnframt er lögð fram til afgreiðslu ákvörðun um þátttöku í vinnu við samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.
Afgreiðsla 1520. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. janúar 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1520
Skýrsla um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar. Jafnframt er lögð fram til afgreiðslu ákvörðun um þátttöku í vinnu við samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.
Skýrsla um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í samstarfi um sameiginlega samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við tillögur í fyrirliggjandi skýrslu og bæjarstjóra falið að undirrita yfirlýsingu um þátttöku Mosfellsbæjar í samstarfinu. Að lokum er samþykkt að vísa málinu til kynningar í ungmennaráði.
- FylgiskjalMOS Fylgibréf til sveitarfélaga_stjorn ssh_535 fundur_Samræming úrgangsflokkunar.pdfFylgiskjalSamræming úrgangsflokkunar lokaskýrsla_jan.2022.pdfFylgiskjalMinnisblað - samræming úrgangsflokkunar - lok verkefnis.pdfFylgiskjalDrög_yfirlýsing um samræmingu úrgangsflokkunar og kynningarstarf.pdf
- 26. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #797
Kynning á vinnu samráðshóps um samræmda úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu. Sigrún Haraldsdóttir verkefnastjóri Sorpu bs. og Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins koma á fundinn.
Afgreiðsla 224. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. janúar 2022
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #224
Kynning á vinnu samráðshóps um samræmda úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu. Sigrún Haraldsdóttir verkefnastjóri Sorpu bs. og Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins koma á fundinn.
Kynning á vinnu samráðshóps um samræmda úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu. Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins kom á fundinn.
Umhverfisnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á verkefninu og lýsir yfir ánægju með vinnu samráðshópsins og löngu tímabæra samræmingu á úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu. - 10. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #778
Lögð fram umsögn umhverfisnefndar um tillögur að samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu, sem vísað var til umhverfisnefndar til umsagnar.
Afgreiðsla 1478. fundar bæjarráðs samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. febrúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1478
Lögð fram umsögn umhverfisnefndar um tillögur að samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu, sem vísað var til umhverfisnefndar til umsagnar.
Bæjarráð fagnar vinnu við samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu enda fellur aukin samræming í úrgangsflokkun vel að umhverfisstefnu Mosfellsbæjar. Bæjarráð Mosfellsbæjar leggur til að þessi vinna verði lögð til grundvallar samræmingar í úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu í framhaldinu.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Kynning á tillögum starfshóps um samræmingu sorpflokkunar á höfuðborgarsvæðinu ásamt fýsileikaskýrslu ReSource. Bæjarráð samþykkti á 1474. fundi sínum að vísa skýrslunni til umsagnar umhverfisnefndar.
Afgreiðsla 216. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. febrúar 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #216
Kynning á tillögum starfshóps um samræmingu sorpflokkunar á höfuðborgarsvæðinu ásamt fýsileikaskýrslu ReSource. Bæjarráð samþykkti á 1474. fundi sínum að vísa skýrslunni til umsagnar umhverfisnefndar.
Umhverfisnefnd styður tillögu starfshópsins og minnir á að aukin samræming í úrgangsmálum er í samræmi við umhverfisstefnu Mosfellsbæjar.
Bókun fulltrúa Viðreisnar og Samfylkingar:
Nefndarmenn Viðreisnar og Samfylkingar vilja árétta að sérsafnanir, hvort sem það er heim að dyrum eða í grenndarstöðvum, eru mikilvægir þættir til þess að ná fram því markmiði að koma á hringrásarhagkerfi. Miðast það m.a. við að gera það sem auðveldast fyrir einstaklinga og fyrirtæki að flokka sorp sem frá þeim stafar. Færa má fyrir því rök að möguleg lokun endurvinnslustöðvar Sorpu í Mosfellsbæ sé ekki skref í rétta átt til þess að ná fram þessum markmiðum. Á endurvinnslustöðum geta einstaklingar og fyrirtæki tekið þátt í flokkun sem fer ekki fram annars staðar. Því ætti markmiðið frekar að vera að stíga það skref að færa endurvinnsluþjónustu nær notendum og gera hana aðgengilegri. - 10. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #776
Kynning á fýsileikaskýrslu ReSource um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.
Afgreiðsla 1474. fundar bæjarráðs samþykkt á 776. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. janúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1474
Kynning á fýsileikaskýrslu ReSource um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.
Fýsileikaskýrsla ReSource um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa skýrslunni til umsagnar umhverfisnefndar.