20. janúar 2022 kl. 16:15,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Örn Jónasson (ÖJ) aðalmaður
- Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skýrsla reiðveganefndar Hestamannafélagsins Harðar fyrir árið 2021202201305
Skýrsla reiðveganefndar Hestamannafélagsins Harðar vegna framkvæmda við reiðvegi félagsins árið 2021 lögð fram til kynningar
Málið kynnt. Umhverfisnefnd áréttar að ganga þurfi vel frá framkvæmdasvæði við Oddsbrekkur og minnir á mikilvægi þess að sækja þurfi um leyfi áður en ráðist er í umfangsmiklar framkvæmdir.
2. Reiðstígur við Skiphól - ósk um framkvæmdaleyfi202110425
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 25.10.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg meðfram Skiphóli í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Framkvæmdin er innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar og krefst umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
Lagt fram erindi Hestamannafélagsins Harðar um færslu á reiðstíg við Skiphól.
Umhverfisnefnd óskar eftir frekari rökstuðningi hestamannafélagsins fyrir færslu reiðvegar og nauðsyn þess að setja nýjan reiðveg skammt frá fornminjum, innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar.3. Orkugarður - hugmyndir að uppbyggingu í Reykjahverfi202101213
Ákvörðun bæjarráðs Mosfellsbæjar, tekin á 1513. fundi, um viljayfirlýsingu um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. lögð fram til kynningar.
Lagðar fram til kynningar hugmyndir að orkugarði í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf.
Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með hugmyndir um orkugarð.4. Friðlýsing Blikastaðakróar og Leiruvogs202105156
Lagt fram mat Náttúrufræðistofnunar um verndargildi Leiruvogs og Blikastaðakróar, ásamt innsendum athugasemdum við fyrirætlanir um friðlýsingu og svör Umhverfisstofnunar við þeim athugasemdum.
Mat á verndargildi Leiruvogs og Blikastaðakróar og svör Umhverfisstofnunar við innsendum athugasemdum lagt fram til kynningar.
- FylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Afmörkun eftir samráð.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Umsögn um athugasemdir við áform.pdfFylgiskjalNÍ. Mat á verndargildi Blikastaðakróar og Leiruvogs 22.10.2021.pdfFylgiskjalFlugklúbbur_t-póstur.pdfFylgiskjalFlugklúbbur_Staðsetning flugbrauta.pdfFylgiskjalBlikastaðarkró-Leiruvogur. Hafró gerir ekki aths..pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur-Skerjafjörður. Geir Sverrisson.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Vegagerðin.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Sigurjón Magnússon.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Geir Sverrisson.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Athugasemdir Skotvís.pdfFylgiskjalBlikastaðakró_Leiruvogur. Minjastofnun.pdf
5. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun202101312
Kynning á vinnu samráðshóps um samræmda úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu. Sigrún Haraldsdóttir verkefnastjóri Sorpu bs. og Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins koma á fundinn.
Kynning á vinnu samráðshóps um samræmda úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu. Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins kom á fundinn.
Umhverfisnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á verkefninu og lýsir yfir ánægju með vinnu samráðshópsins og löngu tímabæra samræmingu á úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu.Gestir
- Jón Kjartan Ágústsson