27. janúar 2022 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stafræn húsnæðisáætlun202112006
Drög að stafrænni húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram til samþykktar.
Málinu er frestað til næsta fundar.
2. Nýting lóðar í Bjarkarholti vegna menningarhúss og kirkju202201208
Tillaga að næstu skrefum varðandi nýtingu lóðar í Bjarkarholti.
Bókun M-lista:
Fyrir mörgum árum var íbúum Mosfellsbæjar lofað að byggð yrði kirkja á lóð í Bjarkarholti og það kynnt sem loforð Sjálfstæðisflokksins. Má lesa um þetta loforð í grein bæjarstjóra Mosfellsbæjar og oddvita Sjálfstæðisflokksins sem birt var í Morgunblaðinu laugardaginn 27. maí 2006. Í þeirri grein var áréttað sérstaklega eftirfarandi: ,,Á stefnuskrá okkar Sjálfstæðismanna fyrir komandi kosningar er að byggð verði kirkja í miðbæ Mosfellsbæjar". Í ljósi lélegrar fjárhagsstöðu sóknarinnar í bænum er nú tekin ný stefna varðandi þessa ákvörðun, í samráði við í sóknarnefndina, að byggja ekki kirkju.Bókun D- og V-lista:
Forsendur um nýtingu umræddar lóðar hafa breyst frá því áform um byggingu kirkju og menningarhúss voru uppi. Með þessu minnisblaði er því verið að bregðast við nýjum forsendum í málinu og kanna hvaða möguleikar eru til þess að halda áfram með áformin í breyttri mynd.
***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að hefja formlegt samtal við sóknarnefnd Lágafellssóknar og höfunda vinningstillögu um nýtingu lóðarinnar í samræmi við umfjöllun í fyrirliggjandi minnisblað.3. Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033 á Suðvesturlandi202109427
Tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs lögð fram til formlegrar staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum tillögu að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033.
4. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið202106232
Stefna og aðgerðaráætlun höfuðborgarsvæðisins í loftslagsmálum lögð fram til umræðu og ábendinga.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar í umhverfisnefnd. Jafnframt er bæjarstjóra falið að skipuleggja sameiginlegan kynningarfund fyrir umhverfisnefnd og bæjarstjórn.
5. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun202101312
Skýrsla um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar. Jafnframt er lögð fram til afgreiðslu ákvörðun um þátttöku í vinnu við samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.
Skýrsla um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í samstarfi um sameiginlega samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við tillögur í fyrirliggjandi skýrslu og bæjarstjóra falið að undirrita yfirlýsingu um þátttöku Mosfellsbæjar í samstarfinu. Að lokum er samþykkt að vísa málinu til kynningar í ungmennaráði.
- FylgiskjalMOS Fylgibréf til sveitarfélaga_stjorn ssh_535 fundur_Samræming úrgangsflokkunar.pdfFylgiskjalSamræming úrgangsflokkunar lokaskýrsla_jan.2022.pdfFylgiskjalMinnisblað - samræming úrgangsflokkunar - lok verkefnis.pdfFylgiskjalDrög_yfirlýsing um samræmingu úrgangsflokkunar og kynningarstarf.pdf
6. Endurnýjun samstarfssamnings sveitarfélaga um rekstur skíðasvæðanna202201456
Endurnýjaður samstarfssamningur um rekstur skíðasvæðanna er lagður fram til staðfestingar. Þá eru drög að samningi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við ÍTR varðandi starfsemi skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi samstarfssamning um rekstur skíðasvæðanna. Bæjarstjóra er falið að undirrita samstarfssamninginn fyrir hönd Mosfellsbæjar. Þá er lagður fram til kynningar samningur Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu við ÍTR varðandi þau verkefni sem ÍTR eru falin tengd starfsemi skíðasvæðanna.
- FylgiskjalMOS Fylgibréf til sveitarfélaga_stjorn ssh_535 fundur_Skíðasvæði.pdfFylgiskjalDROG Skíðasvæðin_samstarfssamningur.pdfFylgiskjalDROG Fylgiskjal 1 Samstarfssamningur SHB og ÍTR.pdfFylgiskjalMinnisblað - SAMSTARFSSAMNINGUR UM SKÍÐASVÆÐI.pdfFylgiskjalSkíðasvæðin skipurit og ferli ákvarðana.pdf
8. Frumvarp til laga um loftferðir - beiðni um umsögn202201481
Frumvarp til laga um loftleiðir - beiðni um umsögn fyrir 3. febrúar nk.
Lagt fram.