Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. janúar 2022 kl. 07:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Sta­fræn hús­næð­isáætlun202112006

  Drög að stafrænni húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram til samþykktar.

  Mál­inu er frestað til næsta fund­ar.

  • 2. Nýt­ing lóð­ar í Bjark­ar­holti vegna menn­ing­ar­húss og kirkju202201208

   Tillaga að næstu skrefum varðandi nýtingu lóðar í Bjarkarholti.

   Bók­un M-lista:
   Fyr­ir mörg­um árum var íbú­um Mos­fells­bæj­ar lofað að byggð yrði kirkja á lóð í Bjark­ar­holti og það kynnt sem lof­orð Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Má lesa um þetta lof­orð í grein bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar og odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem birt var í Morg­un­blað­inu laug­ar­dag­inn 27. maí 2006. Í þeirri grein var áréttað sér­stak­lega eft­ir­far­andi: ,,Á stefnu­skrá okk­ar Sjálf­stæð­is­manna fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar er að byggð verði kirkja í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar". Í ljósi lé­legr­ar fjár­hags­stöðu sókn­ar­inn­ar í bæn­um er nú tekin ný stefna varð­andi þessa ákvörð­un, í sam­ráði við í sókn­ar­nefnd­ina, að byggja ekki kirkju.

   Bók­un D- og V-lista:
   For­send­ur um nýt­ingu um­rædd­ar lóð­ar hafa breyst frá því áform um bygg­ingu kirkju og menn­ing­ar­húss voru uppi. Með þessu minn­is­blaði er því ver­ið að bregð­ast við nýj­um for­send­um í mál­inu og kanna hvaða mögu­leik­ar eru til þess að halda áfram með áformin í breyttri mynd.


   ***
   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að hefja form­legt sam­tal við sókn­ar­nefnd Lága­fells­sókn­ar og höf­unda vinn­ingstil­lögu um nýt­ingu lóð­ar­inn­ar í sam­ræmi við um­fjöllun í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

   • 3. Sam­eig­in­leg svæð­isáætlun um með­höndl­un úr­gangs 2022-2033 á Suð­vest­ur­landi202109427

    Tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs lögð fram til formlegrar staðfestingar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um til­lögu að svæð­isáætlun um með­höndl­un úr­gangs 2022-2033.

   • 4. Lofts­lags­stefna fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið202106232

    Stefna og aðgerðaráætlun höfuðborgarsvæðisins í loftslagsmálum lögð fram til umræðu og ábendinga.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar í um­hverf­is­nefnd. Jafn­framt er bæj­ar­stjóra fal­ið að skipu­leggja sam­eig­in­leg­an kynn­ing­ar­f­und fyr­ir um­hverf­is­nefnd og bæj­ar­stjórn.

   • 5. Sam­ræm­ing úr­gangs­flokk­un­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu - sókn­aráætlun202101312

    Skýrsla um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar. Jafnframt er lögð fram til afgreiðslu ákvörðun um þátttöku í vinnu við samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.

    Skýrsla um sam­ræm­ingu úr­gangs­flokk­un­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær taki þátt í sam­starfi um sam­eig­in­lega sam­ræm­ingu úr­gangs­flokk­un­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í sam­ræmi við til­lög­ur í fyr­ir­liggj­andi skýrslu og bæj­ar­stjóra fal­ið að und­ir­rita yf­ir­lýs­ingu um þátt­töku Mos­fells­bæj­ar í sam­starf­inu. Að lok­um er sam­þykkt að vísa mál­inu til kynn­ing­ar í ung­menna­ráði.

   • 6. End­ur­nýj­un sam­starfs­samn­ings sveit­ar­fé­laga um rekst­ur skíða­svæð­anna202201456

    Endurnýjaður samstarfssamningur um rekstur skíðasvæðanna er lagður fram til staðfestingar. Þá eru drög að samningi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við ÍTR varðandi starfsemi skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi sam­starfs­samn­ing um rekst­ur skíða­svæð­anna. Bæj­ar­stjóra er fal­ið að und­ir­rita sam­starfs­samn­ing­inn fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar. Þá er lagð­ur fram til kynn­ing­ar samn­ing­ur Sam­taka sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við ÍTR varð­andi þau verk­efni sem ÍTR eru falin tengd starf­semi skíða­svæð­anna.

   • 7. Frum­varp til laga um al­manna­varn­ir - beiðni um um­sögn202201479

    Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannavarnir - beiðni um umsögn fyrir 3. febrúar nk.

    Lagt fram.

   • 8. Frum­varp til laga um loft­ferð­ir - beiðni um um­sögn202201481

    Frumvarp til laga um loftleiðir - beiðni um umsögn fyrir 3. febrúar nk.

    Lagt fram.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:58