28. janúar 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þverholt 1 - ósk um stækkun lóðar við Barion202010334
Ósk um stækkun lóðarinnar Þverholt 1 til vesturs. Umbeðin umsögn bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Bæjarráð er jákvætt fyrir þeim hugmyndum sem fram koma í umsögninni. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ræða við málshefjendur í samræmi við tillögur í fyrirliggjandi minnisblaði með það að markmiði að gera við þá samning sem lagður verði fyrir bæjarráð til samþykktar.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
2. Bjarkarholt 7-9 - ósk um stækkun lóðar202101234
Borist hefur erindi frá Guðmundi Oddi Víðissyni með ósk um stækkun lóðar Bjarkarholts 7-9 til suðurs í samræmi við framlögð gögn.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
3. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Helgafellsskóli 2-3.áfangi - Framvinduskýrsla desembermánaðar 2020.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda, kynntu framvinduskýrslu desembermánaðar 2020. Bæjarráð lýsti yfir ánægju sinni með góðan framgang verkefnisins og gott utanumhald stýrihópsins.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
4. Umsóknir um lóðir í Leirvogstungu við Fossatungu og Kvíslartungu 2018201804017
Tillaga um úthlutun lóðanna Fossatungu 24-26.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta lóðinni Fossatungu 24-26 til Bjarna Boga Gunnarssonar og Guðlaugs Jóns Gunnarssonar í samræmi við umsókn, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar, kr. 15.949.367, verði gefinn út og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við umsækjendur.
5. Stafrænt ráð sveitarfélaga202012176
Fjóla María Ágústsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mætir til fundarins og kynnir verkefnið.
Fjóla María Ágústsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mætti til fundarins og kynnti verkefnið.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Fjóla María Ágústsdóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga
6. Stjórnsýsla byggðasamlaga - beiðni um tilnefningu í starfshóp202101326
Beiðni um tilnefningu tveggja kjörinna fulltrúa í starfshóp stjórnar SSH vegna verkefnis um stjórnsýslu byggðasamlaga.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að tilnefna Ásgeir Sveinsson og Lovísu Jónsdóttur í starfshóp SSH vegna verkefnis um stjórnsýslu byggðasamlaga.
7. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun202101312
Kynning á fýsileikaskýrslu ReSource um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.
Fýsileikaskýrsla ReSource um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa skýrslunni til umsagnar umhverfisnefndar.
8. Frumvarp til laga um jarðalög - beiðni um umsögn202101359
Frumvarp til laga um jarðalög - beiðni um umsögn fyrir 10. febrúar nk.
Lagt fram.
9. Frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands - beiðni um umsögn202101379
Frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands - beiðni um umsögn fyrir 10. febrúar nk.
Lagt fram.
10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða - beiðni um umsögn202101380
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða - beiðni um umsögn fyrir 10. febrúar nk.
Lagt fram.