25. febrúar 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bjarkarholt 7-9 - ósk um stækkun lóðar202101234
Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Bæjarráð samþykkir með þrem atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til útfærslu. Jafnframt samþykkt með þrem atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um gjald vegna stækkunar lóðarinnar auk greiðslu útlagðs kostnaðar við skipulagsferli og skjalagerð.
2. Krafa um hækkun á framlögum til NPA samninga202102311
Krafa NPA miðstöðvarinnar, dags. 16. febrúar 2021, um hækkun á framlögum til NPA samninga í samræmi við kjarasamningsbundar hækkanir.
Samþykkt með þrem atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að rita umsögn um erindið.
3. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun202101312
Lögð fram umsögn umhverfisnefndar um tillögur að samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu, sem vísað var til umhverfisnefndar til umsagnar.
Bæjarráð fagnar vinnu við samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu enda fellur aukin samræming í úrgangsflokkun vel að umhverfisstefnu Mosfellsbæjar. Bæjarráð Mosfellsbæjar leggur til að þessi vinna verði lögð til grundvallar samræmingar í úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu í framhaldinu.
4. Reykjavík Loves - samstarf sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu tengt ferðamönnum202001401
Samstarfssamningur um markaðssamstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2021.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að endurnýjun samstarfssamnings sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um markaðssamstarf og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu.
5. Frumvarp til laga um áfengislög - beiðni um umsögn202102345
Frumvarp til laga um áfengislög - beiðni um umsögn fyrir 4. mars
Lagt fram.