Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. febrúar 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Bjark­ar­holt 7-9 - ósk um stækk­un lóð­ar202101234

  Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar til út­færslu. Jafn­framt sam­þykkt með þrem at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að ganga frá sam­komu­lagi við lóð­ar­hafa um gjald vegna stækk­un­ar lóð­ar­inn­ar auk greiðslu út­lagðs kostn­að­ar við skipu­lags­ferli og skjala­gerð.

 • 2. Krafa um hækk­un á fram­lög­um til NPA samn­inga202102311

  Krafa NPA miðstöðvarinnar, dags. 16. febrúar 2021, um hækkun á framlögum til NPA samninga í samræmi við kjarasamningsbundar hækkanir.

  Sam­þykkt með þrem at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að rita um­sögn um er­ind­ið.

 • 3. Sam­ræm­ing úr­gangs­flokk­un­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu - sókn­aráætlun202101312

  Lögð fram umsögn umhverfisnefndar um tillögur að samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu, sem vísað var til umhverfisnefndar til umsagnar.

  Bæj­ar­ráð fagn­ar vinnu við sam­ræm­ingu úr­gangs­flokk­un­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu enda fell­ur aukin sam­ræm­ing í úr­gangs­flokk­un vel að um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar legg­ur til að þessi vinna verði lögð til grund­vall­ar sam­ræm­ing­ar í úr­gangs­flokk­un á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fram­hald­inu.

 • 4. Reykja­vík Loves - sam­st­arf sveita­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tengt ferða­mönn­um202001401

  Samstarfssamningur um markaðssamstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2021.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að end­ur­nýj­un sam­starfs­samn­ings sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um mark­aðs­sam­st­arf og upp­lýs­inga­miðlun í ferða­þjón­ustu.

  • 5. Frum­varp til laga um áfeng­islög - beiðni um um­sögn202102345

   Frumvarp til laga um áfengislög - beiðni um umsögn fyrir 4. mars

   Lagt fram.

  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:11